Í Kastljósi gærkvöldsins var m.a. rætt við tvær konur, Unni Brá Konráðsdóttur, þingmanns sjálfstæðisflokksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi ráðherra, sama flokks.
Unnur Brá taldi að best hefði farið á því að stjórnmálamenn þvert á flokka hefðu tekið höndum saman um að stjórna landinu fram að kosningum sem ættu að fara fram sem allra fyrst (4:20). Þetta hafi hún viðrað í sínum þingflokki en ekki fengið stuðning.