Óvissa, óöryggi, ótti og andlegt sjálfstæði

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, útskýrði á RÚV í morgun hvers vegna hann dró til baka fyrri ákvörðun sína um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í embætti. Ólafur lýsti því mjög vel hvernig þrýstingur á hann víðs vegar að úr samfélaginu jókst jafnt og þétt þar til ekki var undan vikist.
„… smátt og smátt fór þetta að hlaðast upp dag eftir dag og stundum klukkustund eftir klukkustund …“.

Hann fór einnig vel yfir það hvernig hann las í þau skilaboð sem honum bárust frá ólíklegustu aðilum, einstaklingum og heilu vinnustöðunum.
„… fólk fann til óöryggis og óvissu varðandi það hvað yrði með mikilvægar ákvarðanir ...“.

Hvað var forsætisráðherrann að meina?

Sigurjón Magnús Egilsson spurði Sigurðu Inga Jóhannsson forsætisráðherra út í verðtryggingu og vexti á húsnæðislán í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær (5:45).

Fyrir Flokkinn eða samfélagið?

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins, hefur það fram yfir marga aðra að koma hugsunum sínum á blað jafnvel svo að menn eins og ég eiga auðvelt með að skilja hann. Ég er reyndar oftar en ekki ósammála honum en það er annað mál.
En ég skil hvorki haus né sporð á þessari grein. Hann virðist vera að vara við því að stjórnarandstöðuflokkarnir starfi þéttar saman en áður og myndi jafnvel einhvers konar kosningabandalag gegn hægriflokkunum. Reyndar varar hann við myndun tveggja blokka, hægri og vinstri. En það gerir hann út frá sjónarhóli sjálfstæðisflokksins og færir þau rök fram að sjálfstæðisflokkurinn sé í „þröngri stöðu“ og því muni tveggja blokka stjórnmál þrengja stöðu hans enn frekar til að fara með húsbóndavaldið í stjórnarráðinu. Sem virðist vera meginmálið í grein Þorsteins. Ef ég skil hann rétt.

Ófullnægjandi og gagnslitlar upplýsingar um skattaskjól Bjarna

Upplýsingar, ef upplýsingar á að kalla, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sendi frá sé um skattamál sín í dag svara engu sem máli skiptir um skattaskjólsmál ráðherrans. En þær vekja hins vegar upp fleiri spurningar um þau mál.
Í yfirlýsingunni segir að „gerð hafi verið grein fyrir fjárfestingu í Falson & co“ í skattaskýrslu vegna ársins 2006 og síðar í skattframtölum 2010 og 2011. Ekki er í þessari yfirlýsingu að sjá að Bjarni hafi skilað reikningum félagsins til skattsins eins og hann hefði átt að gera heldur gert „grein fyrir því“ með einhverjum óskilgreindum hætti.

Viðtal við Lilju Alfreðsdóttur vekur upp spurningar

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra var í viðtali ágætu í Kastljósi kvöldsins. Þar kom fram hjá henni að hún hafi sl. átta ár unnið að málum tengdum Hruninu og eftirmálum þess frá ýmsum hliðum. Síðasta árið hefur hún verið í leyfi frá Seðlabankanum sem starfsmaður forsætisráðuneytis Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Á þeim tíma hefur hún að eigin sögn komið „verulega að vinnunni varðandi fjármagnshöftin og svo varðandi uppgjörið við bú hinna föllnu banka“.

Frosti Sigurjónsson á að víkja

Ein af furðufréttum síðustu daga er sú að framsóknarflokkurinn hafi fyrir hönd ríkisstjórnarflokkanna falið Frosta Sigurjónssyni, þingmanni flokksins, að leiða baráttuna gegn skattaskjólum (link is external) og að það skuli hann gera sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Enginn þingmaður varði formann flokksins og skattaskjólsmál hans af jafn mikilli ákefð og Frosti. Frosti gerði aldrei neinar athugasemdir við skattaskjól formannsins, þvert á móti taldi hann gerðir hans eðlilegar og löglegar og að formaðurinn hefði gert þjóðinni fulla grein fyrir sínu máli. Það var ekki fyrr en hann komst að því að formaðurinn hafði logið að honum að Frosta var misboðið.

Fjárlög næsta árs verða kosningamál sjálfstæðisflokksins

Framkvæmdastjóri sjálfstæðisflokksins sagði miðstjórnarfund flokksins í gær vera undirbúning fyrir kosningabaráttuna sem fram undan er. Gott og vel.
Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði eftir fundinn að flokkurinn vilji ljúka ákveðnum málum fyrir kosningar og nefnir í því sambandi fjárlög næsta árs. „Það er ekki hægt að úti­loka að rík­is­stjórn­in komi með fjár­laga­frum­varp til kynn­inga í haust og síðan yrði gengið til kosn­inga skömmu síðar.“

Á ekki að vera svo erfitt

Ein helstu rök hægriflokkanna gegn því að boða til kosninga strax er að framundan séu stór verkefni við losun fjármagnshafta. Þeir halda því fram, og trúa því örugglega sjálfir, að enginn nema þeir geti leitt þau mál og klárað svo sómi sé að. Sem er mikill misskilningur.
Mikilvægast af öllu hvað þetta varðar er eftirfarandi:
a) að um þetta mál sé eins góð pólitísk samstaða og mögulegt er.
b) að pólitískur stöðugleiki sé í landinu
b) að þeir stjórnmálamenn sem höndla með þessi mál njóti trausts og trúnaðar, ekki síst á erlendum vettvangi

Flokkurinn er föðurlandið

Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir fyrir kosningarnar 2013 að honum fyndist það eitthvað svo óeðlilegt að flokkurinn hans væri ekki í ríkisstjórn. Hann lítur svo á að flokkslegir hagsmunir og þjóðhagslegir séu í raun eitt og verði ekki aðskilið. Flokkurinn er föðurlandið.
Bjarni undirstrikar þetta í nýju bréfi sem hann sendi flokksmönnum sínum í nótt þar sem hann segir óhikað að „… þegar Sjálfstæðisflokknum vegnar vel, þá farnast Íslandi vel.“
Síðustu dagar hafa undirstrikað hið gagnstæða ekki síður en við Íslendingar fundum á eigin skinni haustið 2008. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um markleysi orða formanns sjálfstæðisflokksins.

Þetta makalausa bréf má sjá hér að ofan.

 

Skrýtin tík pólitíkin

Í Kastljósi gærkvöldsins var m.a. rætt við tvær konur, Unni Brá Konráðsdóttur, þingmanns sjálfstæðisflokksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi ráðherra, sama flokks.
Unnur Brá taldi að best hefði farið á því að stjórnmálamenn þvert á flokka hefðu tekið höndum saman um að stjórna landinu fram að kosningum sem ættu að fara fram sem allra fyrst (4:20). Þetta hafi hún viðrað í sínum þingflokki en ekki fengið stuðning.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS