Fyrir Flokkinn eða samfélagið?

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins, hefur það fram yfir marga aðra að koma hugsunum sínum á blað jafnvel svo að menn eins og ég eiga auðvelt með að skilja hann. Ég er reyndar oftar en ekki ósammála honum en það er annað mál.
En ég skil hvorki haus né sporð á þessari grein. Hann virðist vera að vara við því að stjórnarandstöðuflokkarnir starfi þéttar saman en áður og myndi jafnvel einhvers konar kosningabandalag gegn hægriflokkunum. Reyndar varar hann við myndun tveggja blokka, hægri og vinstri. En það gerir hann út frá sjónarhóli sjálfstæðisflokksins og færir þau rök fram að sjálfstæðisflokkurinn sé í „þröngri stöðu“ og því muni tveggja blokka stjórnmál þrengja stöðu hans enn frekar til að fara með húsbóndavaldið í stjórnarráðinu. Sem virðist vera meginmálið í grein Þorsteins. Ef ég skil hann rétt.
En hvað er vont við að þrengja stöðu sjálfstæðisflokksins og takmarka valkosti hans til að halda heimili í stjórnarráðinu?
Er það vont fyrir Flokkinn?
Er það vont fyrir samfélagið?