Samkvæmt þessari skoðanakönnun treysti aðeins þriðjungur svarenda (794 svör) sér til að gefa upp hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar þeir treystu best. Svarhlutfallið við þessari spurningu er um það bil það sama og stuðningur við ríkisstjórnina mælist á landsvísu, rétt um þriðjungur. Þriðjungur af 794 svarendum eru aðeins 262 einstaklingar.
Miðað við þetta hefur sá ráðherra sem mests trausts nýtur aðeins 105 einstaklinga á bak við sig og aðeins 2-3 hafa treyst sér til að nefna þann sem minnsta traustið hefur.
Þetta lítur þá svona út:
105 segjast treysta BB best allra – 157 eða 60% treysta öðrum betur
55 segjast treysta Ólöfu Nordal best – 207 eða 79% treysta öðrum betur
45 segjast treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best – 217 eða 83% treysta öðrum betur