Hvað var forsætisráðherrann að meina?

Sigurjón Magnús Egilsson spurði Sigurðu Inga Jóhannsson forsætisráðherra út í verðtryggingu og vexti á húsnæðislán í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær (5:45).

SME: „Eigi að síður er það þannig að flestir lántakendur, sérstaklega í húsnæðiskaupum þeir kjósa verðtryggð lán.“
SIJ: „Já, það er vegna þess að valkosturinn sem þeir standa frammi fyrir er ekki nógu góður varðandi óverðtryggðu lánin og af því …“
SME: Af hverju er hann ekki nógu góður?
SIJ: „Einfaldlega vegna þess að vextir í landinu eru allt of háir.“
SME: „Sem er vegna hvers?“
SIJ: „Ég held að það þyrfti að fá marga hagfræðinga hérna inn og ég held að það myndi standa upp úr mörgum þeirra að það sé svona spurning af hverju við erum með svona hátt vaxtastig, alltaf, hvort það myndi nokkuð skipta neinu máli hérna … að það væri lægra vegna þess að við vitum að í verðtryggða umhverfinu er stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa lítið vægi.“

OK.
Skilur einhver hvað ráðherrann er að meina?

Mynd: Presshpoto.biz