Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra var í viðtali ágætu í Kastljósi kvöldsins. Þar kom fram hjá henni að hún hafi sl. átta ár unnið að málum tengdum Hruninu og eftirmálum þess frá ýmsum hliðum. Síðasta árið hefur hún verið í leyfi frá Seðlabankanum sem starfsmaður forsætisráðuneytis Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Á þeim tíma hefur hún að eigin sögn komið „verulega að vinnunni varðandi fjármagnshöftin og svo varðandi uppgjörið við bú hinna föllnu banka“.
Þetta er athyglisvert í ljósi þess sem á undan er gengið. Lilja segist hafa komið mjög að uppgjöri á búum föllnu bankanna sem hlýtur að mega skilja sem svo að hún hafi átt aðild að þeirri niðurstöðu sem á endanum varð. Það gerði hún sem starfsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem jafnframt var á meðal kröfuhafa í alla föllnu bankana. Í ljósi þess að forsætisráðherra og æðsti yfirmaður Lilju í forsætisráðuneytinu var einn af kröfuhöfum í föllnu bankana er eðlilegt að spurt sé:
Það er eðlilegt að Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra geri strax opinberlega grein fyrir sínum málum hvað þetta varðar og fleira þessu tengdu. Allra best og eðlilegast væri að hún hefði sjálf frumkvæði að því. Ef ekki þá hlýtur hún að verða spurð.
Annað væri óeðlilegt.
Mynd: DV