Uppgjör í framsókn

Ákvörðun framsóknarflokksins að skipa Lilju Alfreðsdóttur sem ráðherra er rothögg fyrir suma þingmenn framsóknarflokksins og áfall fyrir stuðningsfólk flokksins á Akureyri og NA-kjördæmi, höfuðvígi flokksins.
Í fyrsta lagi er tveimur hörðustu ESB andstæðingum úr þingliði flokksins, þeim Ásmundi Einari Daðasyni og Vigdísi Hauksdóttur neitað um ráðherrastól og í þeirra stað búið að plassera utanþingsráðherra sem verið hefur virk í Samtökum Evrópusinna, JÁ Ísland.
Í öðru lagi er framsóknarfólki í NA-kjördæmi, sérstaklega þó á Akureyri, sendur fingurinn með þessari ákvörðun. Höfuðvígi framsóknarflokksins hefur nú engan ráðherra sem ætti að vera Höskuldur Þórhallsson ef allt væri eðlilegt. Formaður framsóknar er ekki síst með þessu að setja ofan í við þá framsóknarmenn þar nyrðra sem kröfðust afsagnar hans vegna spillingar.

Samstaða um að rífast og deila

Þingmenn og ráðherrar hægriflokkanna leggja ofuráherslu á mikilvægi þess að ríkisstjórn þeirra lafi, a.m.k. næstu mánuðina. Því til stuðnings er vísað til þess að flokkarnir séu að vinna að mörgum stórum málum sem nauðsynlegt sé að ljúka áður en þeir fá hvíldina. Þar er eftirfarandi helst tekið til sem dæmi:
1. Afnám gjaldeyrishafta/Útboð á aflandskrónum
2. Húsnæðismál
3. Afnám verðtryggingar
4. Sala á bönkunum og mótun nýs fjármálakerfis
5. Búvörusamningar
​6. Gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu
​7. Bygging nýs Landspítala

Skömmin er ekki okkar

Fjölmiðlar á Norðurlöndunum og víðar vita ekki sitt rjúkandi ráð um stöðuna í pólitíkinni hér á landi og skilja hvorki upp né niður hvað er að gerast. Það eiga þeir svo sem sameiginlegt með innfæddum og er því vorkunn.

Gæslumaður ríkisstjórnarinnar

Björg Thorarensen lagaprófessor sagði í dag það sem rétt er að með inngripi sínu í stjórnarkreppuna hafi forseti Íslands „tekið að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar.“ Hvorki meira né minna.
En forsetinn gerði meira.
Hann boðaði forseta Alþingis á sinn fund í dag sem hafði hvorki hugmynd um hvers vegna né hvert fundarefnið var.

Beðið eftir Bjarna

Það er látið líta svo út að það sé í höndum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns annars stjórnarflokksins að úrskurða um hæfi eða vanhæfi forsætisráðherra í kjölfar Wintris- hneykslisins. Líklega vegna þess að forsætisráðherrann virðist ekki vera fær um það sjálfur.

Hefðu betur þagað

Miðvikudaginn 16. mars sl. vakti ég í þingræðu athygli á því að forsætisráðherra Íslands væri aðili að aflandsfélagi og sem slíkur kröfuhafi í bankana sem féllu haustið 2008. Í ræðunni fór ég fram á það við forseta Alþingis að þingfundi yrði frestað um stund, forsætisráðherra boðaður í hús og honum gefið tækifæri til að útskýra málið fyrir þinginu. Ég ítrekaði þessa ósk stuttu síðar og svo í þriðja sinn. Þessar ræður mínar fengu vægast sagt ömurlegar viðtökur jafnt hjá forseta Alþingis sem harmaði þessa beiðni mína sem og þingmönnum stjórnarliða.
Hér eru nokkur dæmi:

Rangt. Svo kolrangt

Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði síðastliðið haust umsögn um fjárlagafrumvarp ársins 2016. Í því segir m.a. að sambandið vilji að af hálfu ríkisins verði lögð áhersla á að „draga úr bóta- og skattsvikum“ sem er auðvitað alveg rétt ábending hjá sambandinu.

Örvænting meðal Tortolinga

Örvænting hefur gripið um sig meðal pólitískra Tortolinga vegna uppljóstrana Jóhannesar Kr. Kristjánssonar og félaga sem opinbera á í sérstökum Kastljósþætti á sunnudaginn. Nú stíga þeir fram hver af öðrum og opinbera það sem þeir vita að mun koma fram. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri framsóknarflokksins í dag. Sjálfsagt fleiri á leiðinni. Þeir eru að reyna að vera á undan umfjölluninni og byggja sér upp varnir.

Sumarfrí til Tortóla

Það er ekki nóg með að Tortóla sé heimsþekkt skattaparadís heldur er veðursældþar með miklum ágætum. Tortóla hlýtur að koma sterklega til greina sem nýr sumarleyfisstaður fyrir Íslendinga. Tengsl þessara tveggja eyja, Íslands og Tortóla eru sterk og traustari en við flest vissum og því ekki algalið að efla kynni íbúanna og treysta vináttuna.
Það er heldur ekki svo tæknilega flókið að komast þangað en líklega betra að vera með ríflega heimild á kortinu þó ekki væri nema til að komast heim aftur.

Einhversstaðar verða peningarnir að vera ...

Kostlulegt viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 við Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra verður líklega seint toppað. Heimir Már gerði tilraunir til að spyrja ráðherra ríkisstjórnarinnar út í skattaskjólsmál ráðherra ríkisstjórnarinnar. Fæstir svöruðu utan Kristján Þór Júlíusson sem svaraði því sem hann var spurður að og svo Sigurður Ingi. Aðspurður hvað honum fyndist um að ráðherrar væru að geyma peninga á Tortóla svaraði ráðherrann: „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi.“ Og síðar þegar spurningin um Tortóla var ítrekuð: „Einhversstaðar verða peningarnir að vera.“
Það var sem sagt vandamálið. Það er svo flókið að eiga peninga á Íslandi að það þarf að geyma þá á Tortóla.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS