Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður sjálfstæðisflokksins, ætlar að selja 80% af þeim eignum sem kröfuhafar létu af hendi til ríkisins fyrir kosningar. Alþingi gaf fjármálaráðherra frjálsar hendur með söluna án þess að þingmenn vissu um hvaða eignir var að ræða eða hvert verðmat þeirra var, eins og Bjarni staðfestir í þessu viðtali.
„Við metum það svo að þegar þetta eignasafn hefur verið greint, þá eigi að vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að finna nýja eigendur að mjög stórum hluta eignanna en ég vek athygli á því að þetta er fjölbreytt eignasafn.“