Mæli með 8. bindinu

„Það vakti alheimsathygli að enginn íslenskur ráðherra sagði af sér strax í kjölfar bankahrunsins. Höfðu þeir þó sinnt embættisskyldum sínum illa og stjórnsýsla á þeirra vegum óneitanlega brugðist hrapallega.“

Nú er komið nóg.

Ástæða þess að fólk ákveður að geyma peningana sína á Tortóla, Seychell-eyjum eða sambærilegum stöðum er einföld. Fólk vill koma peningunum sínum í skjól frá yfirvöldum í heimalöndum þess. Þar njóta eignir þeirra verndar og leynd hvílir yfir því hverjir eiga félögin og hvers eðlis þau eru að öðru leyti.
Með því að koma peningum sínum í slíkt skjól grafa eigendur þeirra vísvitandi undan efnahag og velferð í heimlöndum sínum.
Þrír ráðherrar ríkisstjórnar Íslands hafa orðið uppvísir að því að eiga eða hafa átt slík félög. Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og innanríkisráðherra.
Innanríkisráðherrann sem er ráðherra dómsmála.

Einn dollar ...

Fyrir rúmu ári voru hjón dæmd í hæstarétti fyrir málamyndagerning í tengslum við fjármálavafstur sitt. Hér má sjá frétt um málið.

Í viðtali forsætisráðherrahjónanna við sjálf sig sem birt var í gær segir eftirfarandi um stofnun Tortólafélags þeirra Wintris Inc:

“Þegar bankinn skráði félagið samkvæmt þeirri tilhögun sem nefnd var að ofan var það skráð á okkur bæði og tvö hlutabréf gefin út þó það væri ljóst frá upphafi að fjármunir Wintris tilheyrðu Önnu. Anna lagði eignirnar svo inn í félagið en á móti stofnaðist krafa á félagið fyrir sömu upphæð.”

Trúverðugleiki þjóðar í húfi

Í sameiginlegu viðtali forsætisráðherra hjónanna við sjálf sig kemur eftirfarandi fram:

1. Að mati forsætisráðherrahjónanna eru Bresku jómfrúareyjar ekki skattaskjóls land (ólíkt Svíþjóð) og félag þeirra Wintris Inc því ekki „aflandsfélag í hefðbundnum skilningi“. Það er ekki skýrt frekar hvað átt er við.
2. Forsætisráðherrann taldi og telur enn að það hafi verið siðferðilega rangt af sér að upplýsa um aðkomu sína að Tortólafélaginu Wintris Inc og hagsmuni því tengdu. Allt frá frá því hann hóf þátttöku í stjórmálum í ársbyrjun 2009 til dagsins í dag fannst honum rétt að halda því leyndu og hefði haldið því þannig áfram ef fjölmiðlar hefðu ekki farið að spyrjast fyrir.
​3. Forsætisráðherra telur það orka tvímælis að þingmenn og ráðherra geri opinberlega grein fyrir hagsmunum sínum, fjárhagslegum sem öðrum.

Málsvörnin

Málsvörn framsóknarmanna vegna Tortólamáls formanns flokksins er í þremur meginliðum.

1. Formaður flokksins er yfirburðamaður.

2. Enginn núlifandi Íslendingur hefur barist jafn hart fyrir hagsmunum landsins.

3. Gagnrýnendur Tortólamálsins eru þeir sömu og börðust harðast gegn hagsmunum landsins í kjölfar Hrunsins auk þess að vera dónar.

Það hefur ýmislegt verið reynt

Árið 1976 gaf ríkissjóður út happdrættisskuldabréf til að fjármagna vegaframkvæmdir. Almenningi var þá boðið að kaupa verðtryggð en vaxtalaus bréf af ríkissjóði sem um leið var happdrættismiði. Dregið var einu sinni á ári og var hæsti vinningur ein milljón króna og sá Notarius puplicus um framkvæmdina. Samkvæmt skilmálum var heimilt að notast við tölvu við útdrátt vinninga.
Tilgangurinn með þessu var sem sagt að fjármagna vegaframkvæmdir við Norðurveg og Austurveg. Ekki veit ég hvernig þetta gekk allt saman, vonandi þó vel og sömuleiðis að vinningarnir hafi komið að góðum notum.
​Það hefur ýmislegt verið reynt.

Sannur hugsjónamaður

Undirbúningur að byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði var eitt af mörgum ánægjulegum verkefnum sem ég kom að sem þingmaður á síðasta kjörtímabili. Bygging nýs fangelsis var löngu tímabær og reyndar ótrúlegt að ekki hafi verið hafist handa fyrr en vorið 2013, hálfri öld frá því að byrjað var að ræða um nauðsyn slíkrar byggingar.

Er þetta ekki orðið nóg?

Hér fyrir neðan má sjá stuttan pistil um þá ákvörðun Alþingis að heimila fjármálaráðherra að selja eignir sem kröfuhafar létu í hendur ríkisins. Við afgreiðslu málsins á Alþingi benti ég á að enginn þingmaður virtist vita um hvaða eignir var að ræða eða hvers virði þær eru.
Nú hefur annað komið í ljós, líkt og mig grunaði.
Frosti Sigurjónsson er formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Hann var talsmaður þessa máls í þinginu á sama tíma og hann fól ríkinu að ráðstafa hlut í fyrirtæki sem hann á stóran hlut í sjálfur. Það þarf enginn að reyna að telja mér trú um að hann hafi ekki vitað af því.

Kusk á hvítflibbann ...

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður sjálfstæðisflokksins segir málefni forsætisráðherra vegna Tortólufélagsins vera óþægilegt fyrir sjálfstæðisflokkinn. Reyndar mjög óþægilegt. Sem er nú ekki gott.
Forsætisráðherra framsóknarflokksins situr í stjórnarráðinu á ábyrgð sjálfstæðisflokksins. Það er því val fyrir sjálfstæðisflokkinn að losna undan óþægindunum – nú eða sætta sig við þau.
Annars er þetta mál stærra en svo að kusk á hvítflibba sjálfstæðisflokksins eigi að ráða örlögum þess.

Alvarleg staða í íslenskum stjórnmálum

Komin er upp mjög alvarleg staða í íslenskum stjórnmálum. Forsætisráðherra hefur orðið uppvís að því að hafa, ásamt konu sinni, flutt mikla fjármuni úr landi árið 2008 nokkrum mánuðum fyrir Hrun. Það gerðu þau með því að kaupa félagið Wintris Inc. af Landsbanka Íslands en félagið var og er skráð á Tortóla sem þekkt er meðal auðmanna sem skjól undan sköttum í heimalöndum þeirra. Ríflega ári síðar flutti forsætisráðherra eign sína í félaginu yfir á konu sína sem þar með var ein skráður eigandi félagsins samkvæmt upplýsingum sem hún hefur gefið fjölmiðlum.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS