Markviss stefna - kemur ekki á óvart

Talsverð umræða hefur verið um erlenda eignaraðild í sjávarútvegi að undanförnu. Látið er sem eitthvað nýtt hafi gerst í stjórnsýslunni sem opnað hafi fyrir möguleika erlendra fjárfesta til að eignast hlut í íslenskum sjávarútvegi. Fátt er fjarri sanni. Í umræðum á Alþingi um málið haustið 2000 hafði Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra sjálfstæðisflokksins m.a. þetta að segja um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi: „Herra forseti. Vegna þess að ummæli mín um erlendar fjárfestingar hafa verið gerð að umræðuefni og dregið hefur verið fram að ég hafi sagt mismunandi hluti á mismunandi tímum þá er það út af fyrir sig rétt. Ég var að reyna að gera grein fyrir því áðan að þetta er mál sem ég hef verið að skoða undanfarnar vikur og jafnvel má segja undanfarna mánuði og haft ástæðu til að tjá mig um það í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í millitíðinni fór fram umræða þar sem upplýsingar komu fram um það hvernig staðan væri. Niðurstaða mín eftir þá athugun og eftir þá umræðu er sú að við þurfum að láta reyna betur á það hvort ástæða sé til þess að breyta þessu, hvort þetta hamli okkur í því að fara í þá útrás erlendis sem við viljum fara í.“

Ný upplifun

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að veiða fisk á stöng, flugustöng. Þetta hef ég gert síðan ég man eftir mér sem barn á bryggjunum í Ólafsfirði, fjörunni og Kleifarhorninu.

Kreppan er ekki samningsatriði

Í ályktun sem samþykkt var á kirkjuþingi á dögunum segir að kirkjan samþykki ekki 9% niðurskurðarkröfu sem til þjóðkirkjunnar eru gerðar. Kirkjuþingið samþykki hinsvegar 5% niðurskurð - með skilyrðum þó. Jafnframt segir í ályktun kirkjuþings að niðurskurður fjárframlaga til þjóðkirkjunnar skuli gerður með fyrirvara um samþykki kirkjuþings og gildi einungis fyrir árið 2011.

Lexía til að læra af

Skipan Runólfs Ágústssonar sem umboðsmanns skuldara er dæmi um vonda stjórnsýslu sem svo algeng var á valdatíma sjálfstæðisflokksins. Sá mikli valdaflokkur raðaði árum og áratugum saman „sínu fólki“ í allar mögulegar og ómögulegar stöður sem fengur þótti í fyrir flokkinn að ráða yfir. Og þær voru margar. Sem dæmi um þetta má nefna Guðmund Bjarnason, fyrrverandi ráðherra framsóknarflokksins sem gerður var að forstjóra Íbúðalánasjóðs, Davíð Oddsson fyrrverandi formann sjálfstæðisflokksins sem gerður var að seðlabankastjóra með skelfilegum afleiðingum, Finn Ingólfsson fyrrum ráðherra framsóknar sem sömuleiðis var seðlabankastjóri áður en framsóknarráðherrar færði honum banka á silfurfati í einkavæðingarvitleysunni.

Um mig

Fæddur í Ólafsfirði 20. september 1959. Foreldrar Gísli Magnússon Gíslason (f. 27. mars 1924, d. 27. september 2009) sjómaður og netagerðarmaður í Ólafsfirði og Sigurveig Anna Stefánsdóttir (f. 15. maí 1930) húsmóðir og starfsmaður Ólafsfjarðarbæjar.


Fjölskylda:
Maki Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir (f. 12. ágúst 1961) náms- og starfsráðgjafi. Foreldrar Rósenberg Jóhannsson og Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir. Börn: Sigurveig Petra (1981), Berglind Harpa (1985), Katla Hrund (1990). Sonur Björns og Halldóru Salbjargar Björgvinsdóttur: Björgvin Davíð (f. 1976, d.

Blogg

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS