Ísland er aðhlátursefni um allan heim

 „Mat okk­ar í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, sem jafn­framt er byggt á stöðutöku helstu sendiskrif­stofa Íslands og Íslands­stofu, er að til skemmri tíma hafi ímynd og ásýnd Íslands á alþjóðavett­vangi ekki beðið um­tals­verðan hnekki þrátt fyr­ir tals­verða ágjöf.“
Svo segir í svari utanríkisráðuneytisins við spurningu mbl.is um hugsanleg áhrif af birtingu Panamaskjalanna og þeirra hneykslismála sem þeim fylgdu.

Vinstri græn í NA-kjördæmi!

Í dag er síðasti dagur til að gera tillögur að frambjóðendum á lista Vinstri grænna í NA-kjördæmi. Allir skráðir félagar í hreyfingunni (í kjördæminu) geta farið inn á www.vgna.is og gert tillögur að fólki á framboðslista. Uppstillingarnefnd mun svo vinna úr þeim tilnefningum og gera síðan tillögu að framboðslista á fundi kjördæmisráðs Vinstri grænna sem ákveður endanlega hvernig hann verður skipaður.
Upplýsingar um þá aðila sem hafa lýst yfir vilja til að vera í framboði fyrir Vinstri græn í NA-kjördæmi er að finna á feisbúkk síðu hreyfingarinnar í NA-kjördæmi.

Ég hvet þá sem vilja sjá sterkan framboðslista Vinstri grænna í NA-kjördæmi í kosningum í haust til að taka þátt í mótun listans og senda inn tillögur um vænlega frambjóðendur.

Annað er mönnum ekki sæmandi

Jón Steinar Gunnlaugsson hefur skrifað grein til stuðnings forsetaframboði Davíðs Oddssonar undir yfirskriftinni „Að sýna sjálfum sér virðingu.“ Jón Steinar lýsir í greininni þeirri skoðun sinna að vel fari á því að Davíð ljúki ferli sínum á Bessastöðum og skorar „… á eldri sem yngri kjósendur við forsetakjörið að gerast ekki fórnarlömb einhliða áróðurs og illmælgi þegar þeir taka afstöðu, heldur sýna sjálfum sér þá virðingu að kynna sér og rifja upp sannleikann um feril þessa manns áður en þeir taka afstöðu. Annað er mönnum ekki sæmandi.“

Viljum við vera skólabærinn Akureyri?

Hópur grunnskólakennara á Akureyri skrifaði athyglisverða grein í vetur um fjárhagsstöðu grunnskóla bæjarins. Í greininni segja kennararnir að þeir sjái „… ekki fram á að hægt sé að sinna hefðbundnu skólastarfi án þess að það komi niður á gæðum þess,” verði að boðuðum niðurskurði til rekstrar skólanna. Það er skoðun þeirra að ekki verði lengra gengið í niðurskurði til grunnskólanna á Akureyri. Verði það gert sé velferð og menntun barna í húfi.

Núll stefna ríkisstjórnarinnar

Í fjögurra ára samgönguáætlun ríkisstjórnar hægriflokkanna er nánast ekki gert ráð fyrir nokkrum nýjum vegaframkvæmdum á NA- og Austurlandi á næstu árum. Samantekið er um að ræða 300 milljónir sem fara eiga í stofn- og tengivegi á þeim árum sem áætlunin nær til. Til að setja þessa upphæð í samhengi má benda á að kílómetrinn af nýjum vegaspotta kostar 30-40 milljónir króna. Umferð um Norður- og Austurland hefur aukist mikið og mun aukast á allra næstu árum vegna aukins ferðamannastraums og annarra atvinnutengdra umsvifa. Vegakerfið á svæðinu ber ekki þá aukningu og þjónar reyndar ekki þörfinni eins og hún er nú.

Ekki einu sinni ég á skilið að vera grýttur

Ofbeldi má aldrei líðast. Það er aldrei réttlætanlegt að beita ofbeldi. Það er út í hött að kasta hlutum í fólk.
Viljum við koma einhverju á framfæri notum þá tungumálið, beitum rökum, verum hvöss og háðsk ef því er að skipta. En við skulum ekki beita ofbeldi og við skulum ekki grýta hvert annað. Það er galið og þeim til minnkunar sem það gera og reyndar samfélaginu öllu ef við látum það líðast.
Það á ekki að beita fólk ofbeldi vegna skoðana þess eða framgöngu.
Það á enginn skilið að vera grýttur.
Ekki einu sinni ég.

Andlit ósómans

Leiðari Tíundar um skattaskjólin hefur fengið verðskuldaða athygli. Leiðarahöfundar segja aflandsfélögin vera „ósóma“ sem verði að uppræta. Slíkur bissness hefur að þeirra mati fyrst og fremst það markmið að blekkja stjórnvöld og koma starfsemi undan íslenskri lögsögu og skattayfirvöldum.
Hægrimenn hafa gjarnan beitt þeirri aðferð að setja andlit á mál sem þeir vilja gagnrýna. Það er auðveldara að fá fólk til að taka afstöðu til mála þegar búið er að setja á þau andlit. Þannig urðu t.d. „Svavarssamningurinn“ og „Árna Páls-lögin“ til, svo dæmi séu tekin. Ef við beitum þeirri aðferð á leiðaraskrif Tíundar birtast þessi andlit.

Gagnslitlar upplýsingar um skattamál formanns framsóknarflokksins

Fljótt á litið vakna fleiri spurningar varðandi skattamál formanns framsóknarflokksins og konu hans en svarað er hér. Hér er um valdar upplýsingar að ræða en ekki skattaleg gögn og því tæplega hægt að draga af þeim miklar ályktanir. Ekki eru lagðir fram ársreikningar Wintris Inc Tortóla félags þeirra og því ómögulegt að átta sig á starfsemi þess. Ekki eru heldur lögð fram skattaleg gögn sem sýna fram á hvort og þá hvernig var gerð grein fyrir stofnun félagsins, sölu á hlutabréfum, söluhagnaður eða ársreikningar Wintris Inc til 2015 þar sem fram ættu að koma tekjur þess og eignir eins og skylt er að gera. Því er svo haldið fram að félagið hafi aldrei verið í skattaskjóli þrátt fyrir að vera skráð á Tortóla.

Ég gef kost á mér

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér á framboðslista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar.

Ég var þingmaður kjördæmisins kjörtímabilið 2009 – 2013 og var m.a. á þeim tíma varaformaður og síðar formaður fjárlaganefndar Alþingis, formaður samgöngunefndar og auk þess formaður þingflokks Vinstri grænna. Ég hef verið varaformaður Vinstri grænna frá því 2013 og gegnt ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum fyrir hreyfinguna frá stofnun hennar jafnt innan þings sem utan. 

Nú hefur verið opnað fyrir aðgang að vefsíðu þar sem allir sem eru félagsbundnir í Vinstri grænum í kjördæminu geta gert tillögur um fólk á framboðslista hreyfingarinnar.

Ég hvet þá sem vilja sjá sterkan framboðslista Vinstri grænna í NA-kjördæmi í kosningum í haust að taka þátt í mótun listans og senda inn tillögur um vænlega frambjóðendur.

Í óvissu með óvissuna

Ólafur Ragnar Grímsson sagði óvissuna hafa orðið til þess að hann hætti við að hætta og bauð sig fram aftur. Nú segist hann vera að hugsa um að hætta við að hætta við að hætta þar sem Davíð Oddsson hafi ákveðið að fara í forsetaframboð. Ólafur Ragnar vill meina að óvissan sé ekki sú sama og var eftir framboð Davíðs.
Davíð Oddsson segist hins vegar bjóða sig fram þar sem hann efist um getu kjósenda til að velja sér gott og traust þing í kosningunum í haust. Því þurfi hann að vera til staðar vegna óvissunnar sem kjósendur eru vísir til að skapa með atkvæðum sínum. Hann segist þurfa að vera til taks til að glíma við óvissuna, enda verði þar að vera maður sem láti engan rugla í sér. Ekki einu sinni kjósendur.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS