Flokkurinn er föðurlandið

Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir fyrir kosningarnar 2013 að honum fyndist það eitthvað svo óeðlilegt að flokkurinn hans væri ekki í ríkisstjórn. Hann lítur svo á að flokkslegir hagsmunir og þjóðhagslegir séu í raun eitt og verði ekki aðskilið. Flokkurinn er föðurlandið.
Bjarni undirstrikar þetta í nýju bréfi sem hann sendi flokksmönnum sínum í nótt þar sem hann segir óhikað að „… þegar Sjálfstæðisflokknum vegnar vel, þá farnast Íslandi vel.“
Síðustu dagar hafa undirstrikað hið gagnstæða ekki síður en við Íslendingar fundum á eigin skinni haustið 2008. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um markleysi orða formanns sjálfstæðisflokksins.

Þetta makalausa bréf má sjá hér að ofan.