Framkvæmdastjóri sjálfstæðisflokksins sagði miðstjórnarfund flokksins í gær vera undirbúning fyrir kosningabaráttuna sem fram undan er. Gott og vel.
Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði eftir fundinn að flokkurinn vilji ljúka ákveðnum málum fyrir kosningar og nefnir í því sambandi fjárlög næsta árs. „Það er ekki hægt að útiloka að ríkisstjórnin komi með fjárlagafrumvarp til kynninga í haust og síðan yrði gengið til kosninga skömmu síðar.“
Þá vitum við það. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera fjárlög næsta árs að kosningamáli. Trausti rúinn fjármálaráðherra að leggja fram fjárlög fyrir hönd flokksins þar sem útgjöld ríkisins verða kosningamál. Það á að reyna að kaupa sig til valda með skattfé almennings. Aftur.
Þetta verður að stöðva.