Þess vegna er hann vondur forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er maður sundrungar og átaka. Þannig hagaði hann sínum pólitísku málum í stjórnarandstöðu og hefur haldið því áfram eftir það. Um þetta má nefna ótal dæmi, nú síðast um framgöngu ráðherrans gagnvart Háskóla Íslands þar sem hann leggur mest upp úr því að hæðast að fólki sem ekki er honum sammála, draga það í dilka og etja saman hópum og landshlutum. Hann gerir í raun allt öfugt við það sem almenningur kallaði eftir af stjórnmálamönnum í kjölfar Hrunsins.

Samfylkingin er ágæt

Flokkar og framboð eru stofnaðir utan um málefni og pólitísk markmið. Þeir leggja fram stefnu sem kynnt er kjósendum sem síðan taka afstöðu til hennar og þá flokkanna í kosningum. Ef flokkar breyta um stefnu í veigamiklum málum sem þeir hafa áður staðið fyrir má því í raun segja að stofnaður hafi verið nýr flokkur um ný mál með önnur markmið en áður.
Mér skilst að þetta sé það sem margir í forystusveit Samfylkingarinnar vilja gera til að afla flokknum meira fylgis. Þeir telja stefnu flokksins ekki góða og vilja skýra stefnubreytingu og þá væntanlega um leið laða að kjósendur úr annarri átt en áður.

Full glannaleg viðbrögð þingmanna

Háskóli Íslands var stofnaður þann 17. júní árið 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta. HÍ hefur síðan verið flaggskip íslenskra skóla og stolt þjóðarinnar. Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt á þessari ríflegu öld sem hann hefur starfað og mikilvægi hans er hafið yfir allan vafa.
Nú segja þingmenn að Háskóli Íslands hafi „tapað trausti“ þeirra, að HÍ, sem kalli sig „háskóla allra landsmanna“, hafi hvorki „áhuga né metnað“ til að halda úti námi fyrir alla landsmenn.

Fjármálaráðherra ber ábyrgð á sínu liði

Í 1.gr. laga um Bankasýslu ríkisins segir m.a: „Bankasýsla ríkisins er sérstök ríkisstofnun sem heyrir undir fjármálaráðherra.“
Í 2.gr. sömu laga segir m.a: „Með yfirstjórn Bankasýslu ríkisins fer þriggja manna stjórn sem fjármálaráðherra skipar.“
Í 4.gr. laganna segir m.a. um verkefni stofnunarinnar: „Að sjá um samskipti ríkisins við fjármálafyrirtæki sem ríkið á eignarhluti í og tengjast eigendahlutverki þess.“

Svo einfalt verður það

Flokksráð Vinstri grænna fundaði um helgina. Ég flutti eftirfarandi tölu við upphaf fundarins:

Alvarlegar ásakanir Vigdísar Hauksdóttur

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður framsóknarflokksins, kemst upp með það svo til óáreitt að saka fólk, einstaklinga eða hópa fólks um alvarlega glæpi og slæleg vinnubrögð. Ekki bara einu sinni heldur árum saman. Oftast nær eru það opinberir starfsmenn, starfsfólk ráðuneyta og stofnana sem fyrir þessu verða og geri þau tilraun til að bera hönd fyrir höfuð sér er þeim sagt að þau hafi ekki heimild til þess. Ásakanir Vigdísar Hauksdóttur á hendur starfsfólki stofnana ríkisins og embættismanna eru svo alvarlegar að ekki er hægt að ímynda sér að þetta fólk muni sitja lengur þegjandi undir slíkum rógburði. Ásakanirnar snerta svo til allar kafla almennra hegningarlaga og varða margra ára fangelsisvist ef  réttar eru.

Ómissandi fólk

Verstu starfsmenn á hverjum vinnustað eru hinir ómissandi. Hvað gerum við án þeirra? Sem betur fer er það þó þannig að það eru oftast nær aðeins þeir sjálfir sem telja sig ómissandi en ekki aðrir. Að lokum hvíla hinir ómissandi svo í kirkjugörðum heimsins rétt eins og við hin og lífið heldur áfram án teljandi vandræða.

Kannski eitthvað nýtt og gott að gerast ...?

Það eru talsverð tíðindi falin í ákvörðun Pírata um að snúa frá skilyrðislausri kröfu um allt eða ekkert í stjórnarskrármálinu, eins og Birgitta Jónsdóttir þingmaður flokksins hefur staðið fyrir, yfir í að reyna að þoka málinu áfram eins og gerlegt er hverju sinni, líkt og Helgi Hrafn Gunnarsson stendur fyrir. Píratar, undir forystu Helga Hrafns, hafa gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem fylgir því að leggja allt undir og eiga þá jafnframt á hættu að tapa öllu. Betra og farsælla sé að taka þetta skref fyrir skref í átt til endanlegs sigurs.

Flokksbundin spilling

Það má auðveldlega færa rök fyrir því að spilling sé órjúfanleg íslenskum stjórnmálum. Þetta tvennt virðist ekki aðeins fara saman heldur nærist það hvort á öðru. Óteljandi dæmi eru um pólitíska spillingu langt aftur í tímann og til dagsins í dag. Ég nenni ekki að taka til sérstök dæmi nema þá það nýjasta. Það vita allir um hvað verið er að ræða.
En þetta þarf ekki að vera svona og það er hægt að breyta þessu. Það sýndi sig á kjörtímabili vinstriflokkanna eftir Hrun. Engin dæmi um spillingu, misnotkun valds, frænd- eða flokkshygli frá þeim tíma. Fyrir þann tíma og eftir hafa íslensk stjórnmál hins vegar verið gegnumboruð af spillingu.

Tveir dómar

 Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum höfðaði á sínum tíma mál gegn ríkinu og krafðist þess að fá veiðigjöldin sem vinstristjórnin lagði á endurgreidd. Eigendur fyrirtækisins vildu meina að álagning sérstaks veiðigjalds væri stjórnarskrárbrot og innheimta gjaldsins því ólögmæt. Auk þess höfðu veiðigjöldin höggvið „stór skörð í gleðina ,“ eins og það var orðað yfir annars góðri afkomu fyrirtækisins.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS