Hefðu betur þagað

Miðvikudaginn 16. mars sl. vakti ég í þingræðu athygli á því að forsætisráðherra Íslands væri aðili að aflandsfélagi og sem slíkur kröfuhafi í bankana sem féllu haustið 2008. Í ræðunni fór ég fram á það við forseta Alþingis að þingfundi yrði frestað um stund, forsætisráðherra boðaður í hús og honum gefið tækifæri til að útskýra málið fyrir þinginu. Ég ítrekaði þessa ósk stuttu síðar og svo í þriðja sinn. Þessar ræður mínar fengu vægast sagt ömurlegar viðtökur jafnt hjá forseta Alþingis sem harmaði þessa beiðni mína sem og þingmönnum stjórnarliða.
Hér eru nokkur dæmi:
Þetta sagði Unnur Brá Konráðsdóttir. 
Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Þetta sagði Páll Jóhann Pálsson. 
Þetta sagði Frosti Sigurjónsson og bætti þessu síðar við.
Þetta sagði Þórunn Egilsdóttir.
Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson.
Þetta sagði Einar Kr. Guðfinnson forseti Alþingis.

Stjórnarþingmenn og stuðningsfólk þeirra fóru síðan strax í kjölfarið mikinn á samfélagsmiðlunum og létu ýmislegt frá sér sem hefur elst heldur illa svo ekki sé nú meira sagt.

Þau hefðu betur sagt minna og þegja meira.