Kjarninn til fyrirmyndar

Auðvitað vissi Landsbankinn hvað stóð fyrir dyrum áður en bankinn seldi hlut sinn í Borgun bak við luktar dyr.
Nema hvað?
Auðvitað vissu kaupendurnir hvað var í húfi fyrir þá að ná þessum hlut til sín áður en aðrir kæmust í það.
Nema hvað?
En það þurfti að draga þessar játningar upp úr stjórnendum bankans með töngum. Þeir hefðu annars þagað.
Umfjöllun og eftirfylgni fréttamanna Kjarnans um Borgunarmálið allt frá fyrsta degi undirstrikar mikilvægi gagnrýnna og óháðra fjölmiðla. Án fjölmiðla eins og Kjarnans fær almenningur aðeins upplýsingar um það sem stjórnvöld og bankastjórar vilja að almenningur verði upplýstur um hverju sinni.
Sem betur fer höfum við Kjarnann með almenningi.

Pay-back time hjá framsókn

Hún lætur ekki mikið yfir sér þessi auglýsing sem birtist á vef Bankasýslu ríkisins í gær. Hér er nú samt verið að auglýsa eftir aðilum til að hjálpa fjármálaráðherra að einkavæða „ … allt að 28,2% hlut í Landsbankanum hf. og eftir atvikum eignarhlutum í öðrum viðskiptabönkum“, eins og segir í auglýsingunni.
Með öðrum orðum: Undirbúningur að einkavæðingu á öllum íslensku viðskiptabönkunum er kominn á fullt skrið og byrjað að auglýsa eftir fólki í jobbið.
Allt tal formanns framsóknarflokksins og þingmanna þess flokks um annað er því marklaust með öllu. En það er nú ekki mikil frétt í sjálfu sér.

Strákarnir alltaf að einkavæða

Margir hafa gagnrýnt og það með réttu að Ísland skuli ætla að leggja 2,3 milljarða króna í stofnun Innviðafjárfestingabanka Asíu. Meðal þeirra er Frosti Sigurjónsson, þingmaður framsóknarflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Gagnrýnin hefur m.a. beinst að sérkjörum starfsmanna bankans auk þess sem þessum milljörðum, sem Íslendingar ætla að setja í hann, er ekki talið vel varið.

Hægrimenn hamast á RÚV

Fyrir liðlega fimm árum dró fréttastofa RÚV til baka frétt og baðst afsökunar á henni. Í fréttinni lýsti viðmælandi fréttamanns yfir ánægju sinni með aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við skuldavanda fólks vegna Hrunsins. Ástæðan fyrir því að RÚV dró fréttina til baka var að viðmælandinn, Tryggvi Guðmundsson,  hafði tengsl við Vinstri græn á Dalvík. Það var mat fréttastofu RÚV eftir kvartanir frá hægrimönnum að það hefðu verið mistök hjá fréttamanni sínum að kanna ekki pólitískan bakgrunn viðmælandans áður en fréttin var birt.

Það vantar einfaldlega vilja til verksins

Það er rétt hjá Kára Stefánssyni að það skiptir engu fokking máli hvar nýr Landspítali verður byggður – þannig lagað. Aðalmálið er að byggja hann.
Það er alþekkt í pólitík að láta deilumál snúast um aukaatriði eða jafnvel um eitthvað allt annað en deiluefnið sjálft. Það á við í þessu tilfelli. Andstæðingar byggingar nýs Landspítala láta líta þannig út að deilt sé um staðsetningu og deiliskipulag. Það er rangt.

Ruglandi og ómarkviss umræða

Hörðustu stuðningsmenn úr þingliði stjórnarflokkanna fyrir því að Ísland kljúfi sig frá samstöðu vestrænna ríkja vegna viðskiptabannsins á Rússa hafa allir þegið peninga að gjöf frá sjávarútvegsfyrirtækjum. Þeir eru því háðir þeim og af því mótast afstaða þeirra. Við megum aldrei láta slíka eiginhagsmuni ráða afstöðu í neinum málum. Afstaða Íslands verður að mótast af sameiginlegum hagsmunum þjóðarinnar og engu öðru. Til að geta tekið afstöðu þurfa að liggja fyrir svör við nokkrum grundvallarspurningum. Tvær helstu eru þessar:

Stærsta einkavæðing sögunnar

Bankasýsla ríkisins hyggst gera tillögu um að fjármálaráðherra verði heimilt að selja allt að 30% hlut ríkisins í Landsbanka Íslands, sem er svo til að öllu leyti í eigu ríkisins. Því er reyndar haldið fram að aðeins þurfi að uppfylla tvenn skilyrði fyrir sölunni, þ.e. „annars vegar að tillaga þar að lútandi komi frá Bankasýslu ríkisins og hins vegar að heimild sé fyrir sölunni í fjárlögum ársins” eins og segir í frétt RÚV af málinu.
Þetta er nú ekki alveg svona einfalt.

Forsætisráðherra og kjararáð

Forsætisráðherra segist furða sig á hækkunum hæstu launa sem kjararáð hefur úrskurðað um. Hann er reyndar svo hissa að hann hyggst biðja kjararáð að útskýra fyrir sér hvernig á þessu stendur. En hvað ætlar forsætisráðherrann svo að gera?
Það er nefnilega frekar einfalt að útskýra ákvarðanir kjararáðs. Meðalráðherra á jafnvel að geta fundið út úr því sjálfur í vinnunni sinni hjálparlaust.
Kjararáð  starfar samkvæmt lögum um – jú, kjararáð. Úrskurðir kjararáðs eru því ekki hugdettur þeirra sem skipa ráðið, heldur eru þeir byggðir á lögum sem segja til um hvernig ráðið skuli taka ákvarðanir sínar.

Ríkisstjórn á auglýsingamarkaði

Ríkisstjórn hægriflokkanna hefur nú gripið til þess ráðs að auglýsa meint ágæti sitt í Fréttablaðinu undir nafni ríkisstjórnar Íslands. Það hlýtur að teljast vera nokkuð sérstök aðgerð og til vitnis um lítið sjálfstraust að þurfa að kaupa heilsíður í fjölmiðlum í þessum tilgangi og leita allt aftur í Hrunárin eftir hagstæðum samanburði.
Það kvikna líka margar spurningar um pólitískar auglýsingar af þessu tagi:

Ólíkt því sem áður var

Á síðasta kjörtímabili var gripið til margs konar aðgerða til að sporna við launahækkunum hæst launuðustu opinberra starfsmanna sem oftar en ekki höfðu verið ákveðnar með heldur ógagnsæjum hætti. Sem dæmi um þetta má nefna að lög voru sett á kjararáð (oftar en einu sinni) sem leiddu til þess að laun þingmanna og ráðherra hækkuðu ekki og lög voru sett um hámarkslaun í opinbera geiranum. Stjórnarandstaða þess tíma lagðist auðvitað gegn þessu eins og öllu öðru.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS