Margir hafa gagnrýnt og það með réttu að Ísland skuli ætla að leggja 2,3 milljarða króna í stofnun Innviðafjárfestingabanka Asíu. Meðal þeirra er Frosti Sigurjónsson, þingmaður framsóknarflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Gagnrýnin hefur m.a. beinst að sérkjörum starfsmanna bankans auk þess sem þessum milljörðum, sem Íslendingar ætla að setja í hann, er ekki talið vel varið.