Kostlulegt viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 við Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra verður líklega seint toppað. Heimir Már gerði tilraunir til að spyrja ráðherra ríkisstjórnarinnar út í skattaskjólsmál ráðherra ríkisstjórnarinnar. Fæstir svöruðu utan Kristján Þór Júlíusson sem svaraði því sem hann var spurður að og svo Sigurður Ingi. Aðspurður hvað honum fyndist um að ráðherrar væru að geyma peninga á Tortóla svaraði ráðherrann: „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi.“ Og síðar þegar spurningin um Tortóla var ítrekuð: „Einhversstaðar verða peningarnir að vera.“
Það var sem sagt vandamálið. Það er svo flókið að eiga peninga á Íslandi að það þarf að geyma þá á Tortóla.
Marg er mannanna bölið.
Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson