Skömmin er ekki okkar

Fjölmiðlar á Norðurlöndunum og víðar vita ekki sitt rjúkandi ráð um stöðuna í pólitíkinni hér á landi og skilja hvorki upp né niður hvað er að gerast. Það eiga þeir svo sem sameiginlegt með innfæddum og er því vorkunn.
Fjallað er um málið í Aftenposten, e24 (hér og hér) og NRK (hér og hér) í Noregi, DR (hér og hér) og Aftonbladet í Svíþjóð svo dæmi séu tekin. Heilt yfir er þessi umfjöllun okkur til háðungar og niðurlægjandi fyrir íslenska þjóð.

En skömmin er ekki okkar sem þjóðar heldur óvandaðra stjórnmálamanna. Það er brýn þörf á að koma þeim frá sem allra fyrst og boða til kosninga.
Annað er óásættanlegt.