Gæslumaður ríkisstjórnarinnar

Björg Thorarensen lagaprófessor sagði í dag það sem rétt er að með inngripi sínu í stjórnarkreppuna hafi forseti Íslands „tekið að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar.“ Hvorki meira né minna.
En forsetinn gerði meira.
Hann boðaði forseta Alþingis á sinn fund í dag sem hafði hvorki hugmynd um hvers vegna né hvert fundarefnið var.
Nú liggur það síðan fyrir að alls er óvíst er hvenær Alþing kemur saman að nýju. Fyrir þinginu bíður tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust á forsætisráðherra, ríkisstjórnina, þingrof og kosningar færi á dagskrá þingsins eins og hefði gerst ef boðað hefði verið til þingfundar. Forsætisráðherrann hefur ekki sagt af sér og ríkisstjórnin situr enn. Vantrauststillagan er því í fullu gildi og hefði komið til umræðu á Alþingi í dag að öllu eðlilegu.
Forseti Íslands hefur með aðgerðum sínum í dag hafnað þingrofi, bjargað ríkisstjórninni frá falli og komið í veg fyrir kosningar.
Hann gerðist gæslumaður ríkisstjórnarinnar.