Samstaða um að rífast og deila

Þingmenn og ráðherrar hægriflokkanna leggja ofuráherslu á mikilvægi þess að ríkisstjórn þeirra lafi, a.m.k. næstu mánuðina. Því til stuðnings er vísað til þess að flokkarnir séu að vinna að mörgum stórum málum sem nauðsynlegt sé að ljúka áður en þeir fá hvíldina. Þar er eftirfarandi helst tekið til sem dæmi:
1. Afnám gjaldeyrishafta/Útboð á aflandskrónum
2. Húsnæðismál
3. Afnám verðtryggingar
4. Sala á bönkunum og mótun nýs fjármálakerfis
5. Búvörusamningar
​6. Gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu
​7. Bygging nýs Landspítala

Um þessi mál má segja að hægriflokkarnir eru algjörlega ósammála um þau öll þótt minnstu deilurnar séu um gjaldeyrishöftin. Síðastnefnda málið er hins vegar ekki á könnu ríkisstjórnarinnar eða meirihluta þings heldur sér Seðlabanki Íslands um þau mál, auk þess sem það er mikið ofmat á eigin getu að það sé aðeins einn maður í landinu sem geti annast þau mál. Í stuttu máli má því segja að sjálfstæðis- og framsóknarflokkur leggi mesta áherslu á að starfa áfram saman til þess að rífast og deila um stærstu málin.

Er þá ekki betra að láta þetta gott heita og hlífa þjóðinni við þessari vitleysu áfram?