Örvænting meðal Tortolinga

Örvænting hefur gripið um sig meðal pólitískra Tortolinga vegna uppljóstrana Jóhannesar Kr. Kristjánssonar og félaga sem opinbera á í sérstökum Kastljósþætti á sunnudaginn. Nú stíga þeir fram hver af öðrum og opinbera það sem þeir vita að mun koma fram. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri framsóknarflokksins í dag. Sjálfsagt fleiri á leiðinni. Þeir eru að reyna að vera á undan umfjölluninni og byggja sér upp varnir.
Við vitum hvað framsóknarmönnum finnst. En hvað ætli formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga finnist um að borgarfulltrúar standi í því að koma peningum undan skattlagningu og þar með að grafa undan efnahag borgarinnar og samfélagsins alls?

Þetta er nú ljóti söfnuðurinn.