Merkilegur söfnuður

Þetta er skemmtilegt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gerðar eru athugasemdir við aksturpeninga þingmanns sjálfstæðisflokksins úr S-kjördæmi. Einn slíkur þótti gírugur í meira lagi árin eftir Hrun í akstri um kjördæmið og rukkaði þingið um ótrúlega háar upphæðir fyrir. Hann líkt og Ásmundur reif líka kjaft þegar gerð var athugasemd við reikninga frá honum og bætti heldur í aksturinn frekar en hitt.
Merkilegur söfnuður, þingmenn sjálfstæðisflokksins úr S-kjördæmi.

Hvaðan koma þingmennirnir?

Eftir kosningarnar 2016 velti ég því fyrir mér hvaðan þingmennirnir komu og birti þennan pistil af því tilefni. Hann vakti mismikla lukku.
Miðað við úrslit kosninganna þetta árið hefur hlutur landsbyggðar vænkast örlítið, þó ekki mikið. Af 63 þingmönnum koma nú 22 (35%) af landsbyggðunum á móti 41 (65%) af höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt bestu upplýsingum er þetta nokkurn veginn svona: 
Allir 4 þingmenn Flokks fólksins koma af höfuðborgarsvæðinu.
Af 8 þingmönnum Framsóknarflokks koma 6 af landsbyggðunum og 2 af höfuðborgarsvæðinu.
Af 7 þingmönnum Miðflokksins koma 5 af landsbyggðunum og 2 af höfuðborgarsvæðinu.
Allir 6 þingmenn Pírata koma af höfuðborgarsvæðinu.
Af 16 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins koma 5 af landsbyggðunum og 11 af höfuðborgarsvæðinu.

Loddaranir læsa sig saman

Þetta skrifaði ég m.a. í pistli mínum í gær um úrslit kosninganna:

„Nú liggur það fyrir að loddararnir eru sigurvegarar kosninganna með samtals 11 þingmenn. Þeir munu vafalaust snúa bökum saman nú að afloknum kosningum til að auka vægi sitt.“

Í dag gerist þetta hér.

Umhugsunarefni

Fyrir sléttum mánuði birti ég þennan pistil hér á síðunni. Nú liggur það fyrir að loddararnir eru sigurvegarar kosninganna með samtals 11 þingmenn. Þeir munu vafalaust snúa bökum saman nú að afloknum kosningum til að auka vægi sitt.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði næstum fjórðungi þingflokksins og uppskar næst verstu kosningaúrslit í sögu flokksins.
Framsókn hélt sínu sem er endurtekin versta útkoma í sögu þess flokks.
Samfylkingin tvöfaldaði ríflega þingmannafjölda sinn og fór þannig úr verstu stöðu flokksins í þá næst verstu frá stofnun.

Hvað vita útlendingar svo sem um Íslensk stjórnmál?

Þau ykkar (kjósendur og frambjóðendur) sem ýmist vilduð ekki, gátuð ekki, þorðuð eða höfðuð ekki tök á að kynna ykkur eða ræða um tilefni kosninganna í dag, þá má lesa um það í ýmsum erlendum fjölmiðlum. Hér eru nokkur dæmi um það:
New York Times
Aftenposten
Verdens gang
Aftonbaldet

Því fer sem fer

Forystufólki stjórnmálaflokkanna ásamt þáttastjórnendum tókst að komast í gegnum formannaþáttinn á RÚV í kvöld án þess að minnast á ástæður kosninganna. Formönnum annarra flokka tókst að láta sem ekkert væri þó þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væru með þeim í þættinum. Þeir ræddu við þá um hin ýmsu mál líkt og kosningarnar hefðu átt sér eðlilegan aðdraganda.
En stóru mál þessara kosninga eru hvorki loftslagsmál, menntamál, vegamál né skattamál, svo dæmi séu tekin. Það þýðir samt ekki að þessi mál og fleiri séu ekki stór mál sem skipti okkur öll miklu máli til framtíðar. Aldeilis ekki.

Furðulegt viðtal við fræðimannn um skattamál

Ég varð eiginlega furðu lostinn að lesa þetta viðtal við Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, í dag. Svo ég las það aftur og varð þá til viðbótar fyrir vonbrigðum. Ég hef lesið margt af því sem Ásgeir hefur skrifað um efnahagsmál í gegnum árin og stundum þótt til þess koma sem hann hefur látið frá sér. En það er tæplega hægt að hugsa sér að þarna tali hann sem fræðimaður með þekkingu á skattamálum. Er honum t.d. ókunnugt um að við skattlagningu er ekki aðeins horft til tekjuöflunar heldur og ekki síður jöfnunar, jafnræðis og sanngirnis? Er honum ókunnugt um að millitekjuhópar og fólk með þaðan af lægri tekjur greiðir nú þegar hlutfallslega mest til samfélagsins?

Vanmat á spilltum Íslenskum stjórnmálamönnum

Petro Poroshenko forseti Úkraínu
Kim Jong UN einræðisherra í Norður Kóreu
Teodoro Obiang Nguema Mbasogo forseti Gíneu
Narendra Modi leiðtogi Gujarat og fyrrverandi forsætisráðherra Indlands
David Cameron fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands
Khalifa Bin Zayed AL Nahyan forseti Sameinuðu Arabísku furstadæmanna

Þessir stjórnmálamenn eru allir sagðir vera minna spilltir en sá Íslendingur sem hæst skorar á spillingarlistanum.

Dramb er falli næst.

Mér sýnist sem fleiri flokkar geri nú út á persónudýrkun en oft áður. Lengst af var pólitísk persónudýrkun hluti af eðlilegri kosningabaráttu hægrimanna en nú virðist þetta ná yfir sviðið allt. Leiðtogarnir eru teknir út fyrir sviga og á köflum mætti halda að aðrir skipti litlu sem engu máli. Það er engu líkara en kosningarnar séu að snúast upp í keppni á milli einstaklinga frekar en annað. Það er vont og leggst illa í mig. Persónudýrkun er veikleikamerki hópsins og beinir athyglinni frá meginatriðum í átt að hinum dýrkaða sem hafinn er yfir eðlilega gagnrýni. Persónudýrkun grefur því undan lýðræðislegu starfi.
Af langri reynslu hef ég komist að því að það hefur aldrei reynst innistæða fyrir persónudýrkun. Enginn sem á vegi mínum hefur orðið og hefur ýmist hafið sig yfir aðra eða verið settur á stall og dýrkaður hefur átt innistæðu fyrir því.
Dramb er falli næst.

Nýtt og glæsilegt skip

Cuxhaven NC 100 kom úr sinni fyrstu veiðiferð til Akureyrar í gær. Þetta er glæsilegt skip í alla staði, öflugt og vel búið til veiða og vinnslu. Cuxhaven er annað af tveim sem smíðað er fyrir DFFU dótturfélag Samherja og verður síðari skipið tekið í notkun á næstu vikum. Smíði skipanna er hluti af gríðarlegum fjárfestingum Samherja sem ég hef áður skrifað um.
Áhugafólk um ný og falleg skip ætti að láta það eftir sér að kíkja niður að höfn á Akureyri og líta dýrðina augum.
​Hér má sjá aðra og betri mynd af þessu glæsilega skipi.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS