Man einhver eftir Icesave?

Skýrsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kosti og galla þess að aðskilja viðskipta- og fjárfestingastarfsemi bankanna er ágætt innlegg í umræðuna um framtíðarfyrirkomulag bankakerfisins. Sjálfur hallast ég að því að ráðlegra sé að setja fjárfestingarstarfseminni þröngar skorður frekar en að banna hana.
Ég sakna hins vegar umfjöllunar um samspil innlendrar og erlendrar starfsemi bankanna og þá í þá veru hvort rétt sé að halda henni aðskilinni sem ég tel að gæti verið þörf á að gera.
Man einhver eftir Icesave?

Ekkert annað en skandall

„Stjórn Framtakssjóðsins og starfsmenn hans eru meðvitaðir um þá ábyrgð sem fylgir því að ráðstafa fjármunum lífeyrissjóðanna, sem eru almannafé. Markmið reglnanna er að stuðla að góðum starfsháttum og samskiptum.“
Úr siða- og samskiptareglum um Framtakssjóðs Íslands.

Gleðilega hátíð sjómenn!

Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra um land allt gleðilegrar hátíðar á sjómannadaginn.

Gott ár hjá Síldarvinnslunni

Heildartekjur Síldarvinnslunnar og dótturfyrirtækja á árinu 2016 námu 18,4 milljörðum og gjöldin 13 milljarðar. Síldarvinnslan hagnaðist um 5,1 milljarð króna á síðasta ári. Fyrirtækið hélt áfram að fjárfesta í sjávarútvegi, líkt og gert hefur verið mörg undanfarin ár (dæmi – dæmi – dæmi - dæmi) og námu fjárfestingar Síldarvinnslunnar á síðasta ári um 2,6 milljörðum króna.

Stjórnarflokkarnir

Það hefur verið sagt að í þessari þriggja flokka ríkisstjórn séu bara tveir flokkar, þ.e. sjálfstæðisflokkurinn. Það er ekki alveg óvitlaust.
Ríkisstjórnarflokkar skuldbinda sig til samstarfs á grundvelli samkomulags þeirra á milli, stjórnarsáttmála. Það má því segja að flokkarnir setji eigin stefnu til hliðar um stund í skiptum fyrir sáttmálann. Þannig er þetta að öllu jöfnu en á ekki við um núverandi ríkisstjórnarflokka nema að hluta til. Bæði Viðreisn og Björt framtíð hafa vissulega tekið upp nýja stefnu á grundvelli samkomulags við sjálfstæðisflokkinn en sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu í öllum stærstu málum.

Stjórnarandstaðan

„Ríkisstjórnin er alveg feikilega veik og eini styrkur hennar felst í að stjórnarandstaðan er svo gjörsamlega sundurtætt.“
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor.

Það er margt til í þessu hjá Eiríki. Það ber þó að hafa í huga að ólíkt stjórnarflokkunum eru stjórnarandstöðuflokkarnir ekki bundnir af neinum sáttmála sín á milli og koma því ekki fram sem ein heild. Þeir eru ólíkir að upplagi og engum bundnir nema kjósendum sínum og stefnu. Það breytir því samt ekki að stjórnarandstaðan á þingi er heldur ólíkleg til afreka gegn veikri ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins.
En hver er innbyrðis staða stjórnarandstöðuflokkanna og hvers vegna nær stjórnarandstaðan ekki flugi?
Skoðum það aðeins.

Minna fúsk, minna drasl ...

Árið 2010 var lögum um dómstóla breytt til að koma í veg fyrir að ráðherrar skipuðu dómara pólitískt og án faglegs mats á hæfi þeirra eins og áður hafði viðgengist. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokksins, hefur nú ákveðið  að hunsa mat sérstakrar dómnefndar um skipan dómara og leggja þess í stað til að aðrir, henni þóknanlegir, verði dómarar í Landsrétti. Með þessu vegur ráðherrann að sjálfstæði dómstóla líkt og kemur fram hjá formanni dómnefndarinnar .
Þetta er grafalvarlegt mál og það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að ráðherrann nái vilja sínum og sjálfstæðisflokksins fram í þessu máli.

Pælum aðeins í því.

„Slakinn í ríkisfjármálum síðastliðin þrjú ár samsvarar næstum því þremur prósentum af landsframleiðslu, sem er settur inn sem örvun í hagkerfið og án þess væru væntanlega vextir á Íslandi lægri og gengið hugsanlega lægra ..."
​Már Guðmundssonhttp://ruv.is/frett/segir-slaka-i-rikisfjarmalum-skyra-gjanna bankastjóri Seðlabanka Íslands.

Er ekki komið nóg?

Þingmenn sjálfstæðisflokksins styðja ekki fjármálaáætlun ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins. Þingmönnunum hugnast ekki sú framtíðarsýn sem í áætluninni felst. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns sjálfstæðisflokksins, nýtur því í raun ekki stuðnings þingflokks sjálfstæðisflokksins í mikilvægustu stefnumálum hennar. Það hlýtur að vera einsdæmi í sögu þjóðarinnar að stjórnmálaflokkur styður ekki sjálfan sig.
Það er ekki hægt að búa þetta til.
Er ekki komið nóg?

Pólitískt getuleysi

Viðreisn var stofnuð til að gera breytingar í peninga- og gjaldmiðlamálum þjóðarinnar. Formaður Viðreisnar er fjármála- og efnahagsráðherra í ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins. Undir hans stjórn hefur stjórnin misst öll tök á efnahagsmálum landsins. Sérstaklega þó í gengismálum. Í dag sló ríkisstjórnin undir forystu fjármálaráðherra rétt tæplega 40 ára gamalt Íslandsmet í styrkingu krónunnar gagnvart okkar helstu viðskiptamyntum. Lífsviðurværi tugþúsunda Íslendinga er stefnt í voða og afkomu hundruð fyrirtækja sömuleiðis. Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefni sín. Pólitískt getuleysi hennar er átakanlegt.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS