„Ríkisstjórnin er alveg feikilega veik og eini styrkur hennar felst í að stjórnarandstaðan er svo gjörsamlega sundurtætt.“
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor.
Það er margt til í þessu hjá Eiríki. Það ber þó að hafa í huga að ólíkt stjórnarflokkunum eru stjórnarandstöðuflokkarnir ekki bundnir af neinum sáttmála sín á milli og koma því ekki fram sem ein heild. Þeir eru ólíkir að upplagi og engum bundnir nema kjósendum sínum og stefnu. Það breytir því samt ekki að stjórnarandstaðan á þingi er heldur ólíkleg til afreka gegn veikri ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins.
En hver er innbyrðis staða stjórnarandstöðuflokkanna og hvers vegna nær stjórnarandstaðan ekki flugi?
Skoðum það aðeins.