Hvaðan koma þingmennirnir?

Á meðan beðið er eftir nýrri ríkisstjórn er gaman að grufla aðeins út í úrslit kosninga og samsetningu nýja þingsins. Hvaðan koma þingmennirnir og hvar búa þeir?
Samkvæmt vef Alþingis er þetta nokkurn veginn svona:
Af 21 þingmanni sjálfstæðisflokksins eru 14 af höfuðborgarsvæðinu á móti 7 af landsbyggðunum.
Af 10 þingmönnum Vinstri grænna koma 8 af höfuðborgarsvæðinu á móti tveimur sem búa á landsbyggðunum.
Af 10 þingmönnum Pírata koma 8 af höfuðborgarsvæðinu og tveir af landsbyggðunum.
Af 8 þingmönnum framsóknarflokksins koma 3 af höfuðborgarsvæðinu og 5 af landsbyggðunum.
Allir þingmenn Viðreisnar koma af höfuðborgarsvæðinu.
Allir þingmenn Bjartrar framtíðar eru af höfuðborgarsvæðinu.
Allir þingmenn Samfylkingarinnar koma af landsbyggðunum sem gerir flokkinn að hreinum landsbyggðarflokki. Hver hefði nú trúað því?

Í stuttu máli: Af 63 þingmönnum koma 44 þeirra af höfuðborgarsvæðinu á móti 19 af landsbyggðunum. Af sjö þingflokkum eru tveir hreinir höfuðborgarflokkar, einn hreinn landsbyggðarflokkur og fimm mismikið blandaðir allt frá því að vera 80% mannaðir þingmönnum af höfuðborgarsvæðinu í 1/3 landsbyggðarflokkar. Þingmenn tengjast kjördæmum sínum síðan missterkum böndum eins og gengur og því segir búseta þeirra og uppruni ekki alla söguna að þessu leyti.

Við þetta er maður að dunda sér á aðventunni!


Leiðrétting: Tveir þingmenn Pírata eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins en ekki einn eins og áður hafði komið fram. Það hefur nú verið leiðrétt.