Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur mikils og almenns stuðnings meðal þjóðarinnar eins og komið hefur ítrekað fram í könnunum, t.d. hér og hér. Margir hafa líka miklar væntingar til ríkisstjórnarinnar sem hún á eftir að standa undir, enda aðeins örfáir dagar frá því að hún tók við völdum. Þessar miklu vinsældir eru ekki til komnar vegna þess að Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra eða vegna þess að Bjarni Benediktsson hafi mikið traust meðal kjósenda. Heldur betur ekki. Vinsældirnar má heldur ekki rekja til fyrstu fjárlaga ríkisstjórnarinnar eða aðgerða hennar almennt á þeim fáu dögum sem hún hefur starfað. Langt því frá.