Úthringingar

Starfsemi stjórnmálaflokka er oft gerð tortryggileg að ósekju. Það er fullkomlega eðlilegt að í aðdraganda stórra viðburða sé haft sé samband við fólk sem kosið hefur verið til trúnaðarstarfa í sínum flokki. Það er gert til að heyra hljóðið í fólki almennt, til að ræða tiltekin mál, undirbúa fundi og tala fyrir ákveðnum málstað. Það er ekkert nýtt við þetta eins og allir vita sem tekið hafa þátt í starfi stjórnmálaflokka og ástæðulaust að gera þetta tortryggilegt. Það er sömuleiðis eðlilegt að forystufólk í stjórnmálaflokkum, í þessu tilfelli Vinstri grænum, heyri í því fólki sem kemur til með að greiða atkvæði um ríkisstjórnmyndun ef til þess kemur.
Það væri óábyrgt af þeim að gera það ekki.

Tveir þingmenn úr leik?

Tveir þingmenn Vinstri grænna, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson eru mótfallnir því að hreyfingin fari í viðræður við sjálfstæðisflokk og framsókn um myndun ríkisstjórnar. Það vekur athygli að annað þeirra segist hafa knúið fram atkvæðagreiðslu um málið í þingflokki Vg. Það virðist hafa verið gert til þess eins að opinbera ágreining innan þingflokksins um tillögu formannsins. Það er líka umhugsunarvert að afstaða þeirra byggist ekki á málefnasamningi heldur á afstöðu til þeirra flokka sem ræða á við. Þetta þýðir að þau tvö hafa þegar lagst gegn ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ef af henni yrði.

Sterk staða Katrínar

Baldur Þórhallsson er að öllu jöfnu glöggur stjórnmálaskýrandi sem gaman er að fylgjast með. Það kann að reynast rétt að staða Katrínar Jakobsdóttur muni veikjast ef slitnar upp úr samtali hennar við sjálfstæðis- og framsóknarflokk. En það ræðst þó mest af ástæðunni fyrir því, þ.e. á hverju myndi stranda. Katrín gerir sér vel grein fyrir því hvað Vinstri græn þurfa til að halda þessum viðræðum áfram og láta reyna á stjórnarmyndun. Það er ástæðulaust að ætla að þingflokkurinn fylgi henni ekki að málum enda hafa engar slíkar efasemdir komið upp.
Vinstri græn munu ljúka þessum viðræðum annaðhvort með því að ná fram ásættanlegum stjórnarsáttmála eða þá vegna þess að það tókst ekki. Hvort sem yrði myndi staða Katrínar sem stjórnmálamanns að mínu mati frekar styrkjast en veikjast.

Ég treysti mínu fólki

Kjósendur buðu stjórnmálamönnum ekki upp á marga góða valkosti við ríkisstjórnarmyndun. Stjórnmálamenn einstakra flokka hafa síðan sjálfir takmarkað þá valkosti mjög með vanhugsuðum yfirlýsingum og skilyrðum. Eftir stendur enginn besti kostur eða sjálfsagt val fyrir nokkurn þeirra átta flokka sem eiga menn á þingi. Úr því þarf að vinna.

Óraunhæfar hugmyndir Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar

Forystufólk Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar komu saman í morgun til skrafs og ráðagerða um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf þessara flokka ásamt Vinstri grænum og einhverjum öðrum. Hvernig ríkisstjórn yrði það?

Gæti orðið farsæl ríkisstjórn

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekki útiloka, að mynda ríkisstjórn með sjálfstæðisflokki og framsókn. En yrði það góð ríkisstjórn?

Nærist á völdum

Þegar Hrunstjórnin hrökklaðist frá völdum í ársbyrjun 2009 hafði, eftir því sem ég best veit, aðeins einn þingmaður úr röðum sjálfstæðismanna áður setið í stjórnarandstöðu. Það var Geir H. Haarde. Eftir kosningarnar vorið 2009 hafði enginn þingmanna Flokksins upplifað það áður að vera í stjórnarandstöðu. Fram að því höfðu þau haft greiðan aðgang að stjórnarráðinu og beina línu inn í öll ráðuneyti. Enda kunnu þau ekki að vera í minnihluta og höguðu sér samkvæmt því. Þau urðu ráðvillt og stjórnlaus. Kjörtímabilið 2009 – 2013 var líka, eftir því sem ég best veit, fyrsta heila kjörtímabilið sem sjálfstæðisflokkurinn var utan ríkisstjórnar frá lýðveldisstofnun.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei náð sér á strik eftir þetta enda nærist hann á völdum og tærist án þeirra.

 

Stærsta málið

Það er rétt sem Þorsteinn Pálsson sagði í Silfrinu í dag að stærsta málið í öllu stóru málunum eru efnahagsmálin í víðum skilningi og að um þau verða þau sem mynda næstu ríkisstjórn að ná saman um. Vinstrimenn hafa lengi liðið fyrir lítið sjálfstraust þegar kemur að efnahagsmálum og innan þeirra eru ekki margir sem standa klárir í umræðu um þau mál. Það er reyndar frekar skrýtið því að vinstrimenn hafa að öllu jöfnu staðið sig vel og náð góðum árangri í efnahagsmálum, oft við erfiðar aðstæður. Hægrimenn efast á hinn bóginn aldrei um ágæti sitt á þessu sviði (frekar en öðrum) þó reynslan styðji ekki við það og beri vitni um annað. Forystufólk stjórnmálaflokka má ekki koma sér undan því að ræða þetta stóra mál og útskýra stefnu flokkanna betur en gert hefur verið.
„Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur að meðaltali“ sagði Þorsteinn Pálsson í Silfrinu í dag.

Viðreisn undir hentifána

Til eru þeir sem telja það vænlegt að hafa Viðreisn með í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, leiðir nú. Slíkar raddir heyri ég jafnvel frá einstaka fólki innan úr Vinstri grænum. Það má benda þeim sömu á að rifja upp þennan ágæta pistil sem Ögmundur Jónasson birti á heimasíðu sinni í fyrra. Dugi það ekki til má vísa fólki á sýn núverandi ráðherra Viðreisnar á samfélagið og hvert þeir telja best að stefna með það. Undir þessi ósköp skrifa þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson sem nú reyna að selja sig sem hófsama frjálslynda miðjumenn.
Viðreisn á rætur sínar innan Samtaka atvinnulífsins og datt hægra megin út úr sjálfstæðisflokknum.

Þetta verða allir að skilja

Það er rétt nálgun hjá Katrínu Jakobsdóttur að reyna að skapa breiða samstöðu um stærstu viðfangsefni nýrrar ríkistjórnar, ekki bara milli væntanlegra ríkisstjórnarflokka heldur einnig við flokka sem munu verða utan stjórnar.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS