Ríkisstjórn stöðugleika og sátta

Fyrir sléttum þremur vikum skrifaði ég þennan pistil sem fékk talsverða athygli. Núhefur þetta gengið eftir að mestu. Samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar  Vinstri grænna, sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks sem tók við völdum í dag verður ekki ráðist í umfangsmiklar kerfisbreytingar á næstu árum. Hún mun einbeita sér að nokkrum stórum málum s.s. heilbrigðis-, velferðar- og menntamálum auk samgöngumála en láta annað ýmist bíða betri tíma og leggja önnur mál jafnvel alveg til hliðar. Sáttmálinn í heild sinni er þó frekar framsækinn og vekur góðar vonir um jákvæða þróun í okkar stærstu málum á næstu árum og áratugum.

Ríkisstjórn Vinstri grænna tekur við völdum

Það er ánægjulegt að sjá hve víðtækur stuðningur er innan flokksráðs Vinstri grænna við ríkisstjórnarsamstarfið. Um 80% flokksráðsmanna greiddu atkvæði með þeim sáttmála sem gerður hefur verið á milli flokkanna þriggja og aðeins 15 fulltrúar lögðust gegn því að Vinstri græn færu í ríkisstjórn.

Fyrirsjánleg viðbrögð stjórnarandstöðunnar

Viðbrögð stjórnarandstöðunnar við stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar (sem hefur enn ekki verið opinberaður) eru fyrirsjáanleg og grunn. Þau undirstrika hins vegar vel hvað minnihlutinn á þingi er sundurleitur hópur, tvístraður og ósamstíga. Það mun gera þingstörfin og samstarf milli stjórnar og stjórnarandstæðinga erfiðari og flóknari en annars, sem er auðvitað áhyggjuefni.

Þetta verður góð ríkisstjórn

Þetta er í grófum dráttum eins og lýst er hér. Til viðbótar þurfa svo þingflokkar stjórnarflokkanna að samþykkja samstarfið enda eru það þingmenn þeirra sem munu tala máli ríkisstjórnarinnar á Alþingi og sjá til þess að stefnumál hennar nái fram að ganga. Það er ekki við öðru að búast en að stofnanir flokkanna þriggja og þingflokkar þeirra sömuleiðis samþykki með miklum meirihluta stjórnarsamstarfið. Það er líka mikill spenningur í landinu fyrir þeirri ríkisstjórn sem nú er að verða til og hún mun njóta almenns stuðnings víða í þjóðfélaginu.
Þetta verður góð ríkisstjórn.

 

 

Stjórnarandstaðan fellur á fyrsta prófinu

"Fjárlagafrumvarp fyrir næsta fjárlagaár skal leggja fram á fyrsta fundi haustþings, sbr. 42. gr. stjórnarskrárinnar.“

Í skugga valdsins

Reynslusögur kvenna í stjórnmálum af kynferðislegu ofbeldi og áreitni vitna um ömurlega framkomu margra karla gegn konum og um viðhorf þeirra til kvenna. Það er skiljanlegt að nöfn gerenda fylgi ekki sögunum nema í einstaka tilfellum enda er markmið umræðunnar að vekja athygli á vandanum en ekki einstaklingum. Það breytir því ekki að vitað er um hvaða stjórnmálamenn er að ræða í a.m.k. einhverjum tilvikum.
Í fréttum RÚV í dag var sagt frá því að Sænskar konur hafi fengið nóg og að nefndir ofbeldismenn gegn þeim hrekist úr störfum. Það er ólíklegt annað en að við eigum eftir að sjá slíkt einnig gerast hér á landi fyrr eða síðar.

Jóhanna Sigurðardóttir

Ég var svo lánsamur að fá að kynnast Jóhönnu Sigurðardóttur og starfa með henni í fjögur ár. Jóhanna er einn af allra öflugustu stjórnmálamönnum sem við höfum átt, ef ekki sá öflugasti. Ég hef til þessa ekki kynnst jafn gegnheilum, ósérhlífnum og þrautseigum stjórnmálamanni. Ólíkt því sem margir halda er Jóhanna mikill húmoristi og skemmtileg í samstarfi en að sama skapi grjóthörð og fylgin sér þegar þess þarf með. Það var ekkert grín að fá hana gegn sér og maður gerði það ekki að gamni sínu enda var það fyrirfram tapaður slagur. Ég kann af því sögur sem ég kannski segi síðar.

Ólíkt hafast þau að

Auðvitað verður flokksráð Vinstri grænna ekki kallað saman nema formaður flokksins telji sig hafa náð góðum málefnasamningi sem hún telur þess virði að mæla með. Þó það nú væri!

Stutt samantekt um Landsdóm

Haustið 2008 var lagt fram frumvarp til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Fyrsti flutningsmaður var Sturla Böðvarsson, þáverandi forseti Alþingis, og meðflutningsmenn hans voru formenn allra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi. Frumvarpið varð að lögum 12. desember 2008, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Í fyrstu grein laganna segir m.a.

Úthringingar

Starfsemi stjórnmálaflokka er oft gerð tortryggileg að ósekju. Það er fullkomlega eðlilegt að í aðdraganda stórra viðburða sé haft samband við fólk sem kosið hefur verið til trúnaðarstarfa í sínum flokki. Það er gert til að heyra hljóðið í fólki almennt, til að ræða tiltekin mál, undirbúa fundi og tala fyrir ákveðnum málstað. Það er ekkert nýtt við þetta eins og allir vita sem tekið hafa þátt í starfi stjórnmálaflokka og ástæðulaust að gera þetta tortryggilegt. Það er sömuleiðis eðlilegt að forystufólk í stjórnmálaflokkum, í þessu tilfelli Vinstri grænum, heyri í því fólki sem kemur til með að greiða atkvæði um ríkisstjórnarmyndun ef til þess kemur.
Það væri óábyrgt af þeim að gera það ekki.

 

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS