Hvaðan koma þingmennirnir?

Eftir kosningarnar 2016 velti ég því fyrir mér hvaðan þingmennirnir komu og birti þennan pistil af því tilefni. Hann vakti mismikla lukku.
Miðað við úrslit kosninganna þetta árið hefur hlutur landsbyggðar vænkast örlítið, þó ekki mikið. Af 63 þingmönnum koma nú 22 (35%) af landsbyggðunum á móti 41 (65%) af höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt bestu upplýsingum er þetta nokkurn veginn svona: 
Allir 4 þingmenn Flokks fólksins koma af höfuðborgarsvæðinu.
Af 8 þingmönnum Framsóknarflokks koma 6 af landsbyggðunum og 2 af höfuðborgarsvæðinu.
Af 7 þingmönnum Miðflokksins koma 5 af landsbyggðunum og 2 af höfuðborgarsvæðinu.
Allir 6 þingmenn Pírata koma af höfuðborgarsvæðinu.
Af 16 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins koma 5 af landsbyggðunum og 11 af höfuðborgarsvæðinu.
Allir 4 þingmenn Viðreisnar koma af höfuðborgarsvæðinu.
Af 11 þingmönnum Vinstri grænna koma 2 af landsbyggðunum og 9 af höfuðborgarsvæðinu.

Í stuttu máli: Af átta þingflokkum á Alþingi eru þrír hreinræktaðir höfuðborgarflokkar. Aðrir er allt frá því að vera 22% (Vinstri græn) landsbyggðarflokkar upp í 75% (Framsóknarflokkur).
Þingmenn tengjast svo kjördæmum sínum síðan missterkum böndum eins og gengur og því segir búseta þeirra og uppruni ekki alla söguna að þessu leyti.