Pólitískt getuleysi

Viðreisn var stofnum til að gera breytingar í peninga- og gjaldmiðlamálum þjóðarinnar. Formaður Viðreisnar er fjármála- og efnahagsráðherra í ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins. Undir hans stjórn hefur stjórnin misst öll tök á efnahagsmálum landsins. Sérstaklega þó í gengismálum. Í dag sló ríkisstjórnin undir forystu fjármálaráðherra rétt tæplega 40 ára gamalt Íslandsmet í styrkingu krónunnar gagnvart okkar helstu viðskiptamyntum. Lífsviðurværi tugþúsunda Íslendinga er stefnt í voða og afkomu hundruð fyrirtækja sömuleiðis. Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnin sín. Pólitískt getuleysi hennar ar átakanlegt.

Hvernig ætli standi á þessu?

Merkilegt hvað sumir þeirra sem hafa efnast á því að nýta sameiginlegar auðlindir okkar eru ófúsir að deila sanngjörnum hluta afrakstursins með samfélaginu. Þeir leita óhikað liðsinnis dómstóla til að komast hjá því ef ekki vill betur og eru jafnvel viljugir til að reyna að svíkjast undan að skila því sem þeir þó eiga að leggja af mörkum.
Hvernig ætli standi á þessu?

Það þarf að auka vald þingsins

Samkvæmt starfsáætlunum hafa þing-, þingflokks- og nefndardagar Alþingis verið að meðaltali á bilinu 110-120 á hverju ári undanfarin ár. Starfsáætlun þingsins byggist að nokkru á gamaldags viðhorfum um annir þingmanna í kjördæmum og búskap. Þessu þarf að breyta.
Þingmenn eiga mun auðveldara nú en áður með að nálgast kjósendur og almenning í landinu. Tæknin og samgöngur bjóða upp á það. Þingið á heldur ekki að þurfa að laga sig að atvinnuháttum einstakra þingmanna, sauðburði, göngum eða vertíðum.
Þingmenn ættu að hafa frumkvæði að því að breyta starfsháttum þingsins þannig að þingið starfi lengur en það gerir. Slíkt myndi styrkja þingræðið og efla lýðræðið í landinu á kostnað ráðherraræðis. Fátt gleður ríkisstjórn og ráðherra meira en þegar þingið er heima.
Það þarf að auka vald þingsins.

Risi í sjávarútvegi

Samherji er eitt öflugasta og best rekna fyrirtæki landsins. Fyrirtækið hefur fjárfest gríðarlega í íslenskum sjávarútvegi á undanförnum árum eins og hér kemur fram. Samherji hefur ekki síður staðið í miklum fjárfestingum í sjávarútvegi erlendis sem minna hefur verið til umfjöllunar hér heima.

Þau hljóta að kannast við krógann

Uppsagnir starfsfólks HB-Granda á Akranesi eru áfall fyrir þá sem fyrir þeim verða. Það verður að vona að á þeim tíma sem framundan er þar til þær taka gildi takist að finna starfsfólkinu önnur störf hvort sem það er innan fyrirtækisins eða annars staðar.

Örlög stjórnmálaflokka

Örlög stjórnmálaflokka sem byggja tilvist sína á andstöðu við ríkjandi atvinnugreinar eða vilja gera á þeim eðlisbreytingar á stuttum tíma (t.d. landbúnaði og sjávarútvegi) eru oft þau sömu. Þeir tapa fluginu og hverfa að lokum í gleymskunnar dá. Dæmi um það er Frjálslyndi flokkurinn sem gerði út á róttækar breytingar í sjávarútvegi en leystist að lokum upp án þess að ná nokkrum árangri með þau mál. Nær í tíma eru svo Viðreisn og Björt framtíð sem virðast ætla að hljóta sömu örlög á mettíma. Samfylkingin er svo þarna á hliðarlínunni. Það þarf þó ekki að þýða að áherslur þeirra geti ekki átt rétt á sér, heldur hitt að heildarmyndin af þeim er bjöguð. Forgangsröðin er röng og áherslur í öðrum stórum málum óljósar. Kjósendur vilja skýrari mynd af þeim, vilja þeirra og stefnu.

Ekki einkamál ráðherra

„Það er miður að ótímabær umræða fór af stað áður en þessar upplýsingar lágu fyrir með þeim óþægindum fyrir alla sem það hefur í för með sér fyrir hlutaðeigandi.”
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra

12 pólitískir dagar

Að meðtöldum deginum í dag eru 12 dagar eftir af starfsáætlun Alþingis að meðtöldum nefndar- og þingflokksfundardögum. Þetta er tíminn sem ríkisstjórnin hefur til að koma málum sínum í gegnum þingið. Þetta er líka sá tími sem stjórnarandstaðan hefur til að knýja fram nauðsynlegar breytingar á stefnu stjórnarinnar og/eða koma í veg fyrir að skaðleg mál hennar nái fram að ganga.

12 dagar eru langur tími í pólitík.

 

Sjávarútvegurinn til fyrirmyndar

„Kvótakerfið er sennilegast eitt stærsta skref í umhverfismálum sem stigið hefur verið, hvort sem andstæðingar þess vilja viðurkenna það eða ekki.“
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar (bls. 6)

Segir sig sjálft

„Ég er ekki sam­mála niður­stöðunni, enda var ég að fylgja minni sann­fær­ingu …“
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómgreind formanns sjálfstæðisflokksins sé ábótavant. Nefndin gerir alvarlegar athugasemdir við vinnulag og verklag ráðherrans. Kærunefndin segir að landslög standi ofar persónulegu mati formanns sjálfstæðisflokksins og sannfæringu.
Það er litlu við þetta að bæta.
​Segir sig eiginlega sjálft.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS