Það er vinstrisveifla í spilunum.

Það eru til ýmsar leiðir til að segja frá hlutunum. Ein er t.d. að lýsa niðurstöðum skoðanakönnunar líkt og hér er gert þannig að Vinstri græn og sjálfstæðisflokkurinn séu jafn stórir. Sem er rétt. Hin er sú að segja frá hinu augljósa að fylgi við sjálfstæðisflokkinn hrynur á meðan Vinstri græn stórauka fylgi sitt. Sem er líka rétt og jafnframt fréttin í málinu. Sú sveifla segir meira um hvað er að gerast í íslenskum stjórnmálum en það hvort flokkarnir eru jafnir eða ekki.
Það er vinstrisveifla í spilunum!

 

 

Óvenju slakir formenn

Formenn stjórnmálaflokkanna eru heilt yfir óvenju slakir stjórnmálamenn. Flestir urðu þeir formenn vegna upplausnar í flokkum sínum, sumir án þess að hafa ætlað sér það. Þannig tók Bjarni Benediktsson við sjálfstæðisflokknum úr rústum Hrunsins af Geir H. Haarde. Sigurður Ingi Jóhannsson tók við framsókn eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist frá vegna spillingar. Óttarr Proppé tók við Bjartri framtíð eftir að Guðmundur Steingrímsson hafði verið flæmdur í burtu. Logi Einarsson varð óvart formaður Samfylkingarinnar eftir afsögn Oddnýjar Harðardóttur í kjölfar síðustu kosninga.  

Í minningu Bjartrar framtíðar

Ég viðurkenni fúslega að ég var laumuaðdáandi Bjartrar framtíðar í upphafi. Mér fannst hugmyndin að stofnun fyrirbærisins athyglisverð og markmiðin háleit. En það rann fljótt af mér og aðdáun mín takmarkaðist eftir það við þá Róbert Marshall og Guðmund Steingrímsson bæði vegna þess fyrir hvað þeir tveir standa en ekki síður vegna þess hvað þeir eru skemmtilegir. Svo hættu þeir.

Enn ein ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins fallin

Ríkisstjórnir sjálfstæðisflokksins halda hvorki vatni né vindi. Flokknum virðist fyrirmunað að ljúka heilu kjörtímabili. Allar síðustu ríkisstjórnir hans hafa fallið vegna spillingar og fjármálalegrar óstjórnar. Hrunastjórn Geirs Haarde sat í tæp tvö ár. Auðmannastjórn Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar náði þremur árum áður en hún féll. Panamastjórn Bjarna og Sigurðar Inga sat í hálft ár eða svo. Og nú síðast, þegar sjálfstæðisflokkurinn þurfti nánast bara að vinna með sjálfum sér, var líftími ríkisstjórnarinnar 8 mánuðir.

Brestirnir eru línulegir. Þeir hverfast annars vegar um það hvernig flokkurinn umgengst dómskerfið og hins vegar hvernig hann fer með peningavaldið sem kjósendur fela honum aftur og aftur að fara með.

Yfirlýsing


Mynd: Jón Óskar
Forystuskipti urðu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ársbyrjun 2013 er Katrín Jakobsdóttir var kjörin formaður. Á sama tíma var ég kjörinn varaformaður Vinstri grænna og hef gegnt því embætti síðan. Frá þeim tíma hefur hreyfingin styrkt stöðu sína verulega og eru Vinstri græn í dag helsta hreyfiaflið í íslenskum stjórnmálum. Er það ekki síst að þakka traustri forystu formannsins Katrínar Jakobsdóttur, öflugri sveit þing- og sveitarstjórnarmanna og sterkri málefnalegri stöðu Vinstri grænna.

Um helgina fer fram flokksráðsfundur Vinstri grænna og landsfundur hreyfingarinnar verður haldinn helgina 6. til 8. október næstkomandi. Á þessum tímapunkti tel ég rétt að lýsa því yfir að ég mun ekki gefa kost á mér til varaformennsku á komandi landsfundi.

Andlegur skyldleiki með okkur Brynjari

Brynjar Níelsson á það til að lenda á milli tannanna á fólki eins og fleiri reyndar. Oft verðskuldað. Eins og fleiri.
En Brynjar er einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum. Hann er hreinn og beinn, skýr í framsetningu, talar yfirleitt af þekkingu um þau mál sem hann tjáir sig um, tekur heildarhagsmuni flokksins fram yfir eigin hagsmuni, lætur sig litlu varða um hvað öðrum finnst um hann og tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega.
Líklega verður við Brynjar þó seint sammála í pólitík. Til þess er hann of þver.
En ég finn til andlegs skyldleika með meistara Brynjari.

Sumarið er hættulegt lýðræðinu

Sumarið er háannatími í ríkisstjórnarliðinu við lokafrágang fjárlagafrumvarps og annarra stórra stefnumótandi lagafrumvarpa. Það er einmitt núna á þessum dögum sem stjórnarliðið er að leggja lokahönd á sín hjartans mál í friði fyrir stjórnarandstöðunni og fjölmiðlum. Skortur á pólitískri umræðu ýtir undir öfga eins og sjá má á niðurstöðum skoðanakannana sem sýna sjálfstæðsflokkinn og þjóðernispoppúlista styrkja stöðu sína meðal almennings.
Langt sumarfrí Alþingis og lítil pólitísk umræða er hættuleg lýðræðinu.

Áhyggjuefni

Sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, hefur kannski ekki sama efnahagslega vægi og fyrir Ísland og áður. En mikilvægi sjávarútvegsins er þó stórlega vanmetið. Víða í samfélaginu ríkir yfirgripsmeiri og dýpri vanþekking á sjávarútvegi en á öðrum atvinnugreinum. Það á ekki síst við meðal stjórnmálamanna sem margir hverjir virðast hvorki skilja greinina né leggja sig fram um að kynna sér hana. Margir þeirra láta sér nægja að henda af og til fram illa rökstuddum fullyrðingum um svik og pretti innan íslensks sjávarútvegs.
Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því.

Liggja sáttir á launameltunni

Miklar afturvirkar launahækkanir æðstu embættismanna eru frekar regla en undantekning. Nú, líkt og fyrr, renna þær nokkuð fyrirhafnarlaust í gegn. Þingmenn fengu ríflega launahækkun daginn eftir Alþingiskosningarnar sl. haust. Margir þeirra brugðust illa við og þóttust ætla að gera eitthvað í málinu. Það rann af þeim flestum á fyrsta útborgunardegi.

Lítill ylur í Twitter færslum Viðreisnar

Niðurlægingu Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn virðast engin takmörk sett. Ráðherrar og þinglið sjálfstæðisflokksins hika ekki við að ganga gegn samstarfsflokkunum detti þeim það í hug. Enda er fyrirstaðan ekki mikil, sjálfsvirðing og sjálfstraust að engu orðin hjá litlu flokkunum.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS