Því fer sem fer

Forystufólki stjórnmálaflokkanna ásamt þáttastjórnendum tókst að komast í gegnum formannaþáttinn á RÚV í kvöld án þess að minnast á ástæður kosninganna. Formönnum annarra flokka tókst að láta sem ekkert væri þó þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væru með þeim í þættinum. Þeir ræddu við þá um hin ýmsu mál líkt og kosningarnar hefðu átt sér eðlilegan aðdraganda.
En stóru mál þessara kosninga eru hvorki loftslagsmál, menntamál, vegamál né skattamál, svo dæmi séu tekin. Það þýðir samt ekki að þessi mál og fleiri séu ekki stór mál sem skipti okkur öll miklu máli til framtíðar. Aldeilis ekki.
Stóra mál þessara kosninga er spilling, leyndarhyggja, græðgi, frændhygli, lygar, sérhagsmunagæsla, skattaskjól, barnaníðingar og svo ótal margt fleira sem fellt hefur tvær síðustu ríkisstjórnir þeirra Bjarna og Sigmundar. Enn hefur ekki verið rætt um það svo heitið geti og verður ekki rætt úr þessu.
Því fer sem fer.