Nýtt og glæsilegt skip

Cuxhaven NC 100 kom úr sinni fyrstu veiðiferð til Akureyrar í gær. Þetta er glæsilegt skip í alla staði, öflugt og vel búið til veiða og vinnslu. Cuxhaven er annað af tveim sem smíðað er fyrir DFFU dótturfélag Samherja og verður síðari skipið tekið í notkun á næstu vikum. Smíði skipanna er hluti af gríðarlegum fjárfestingum Samherja sem ég hef áður skrifað um.
Áhugafólk um ný og falleg skip ætti að láta það eftir sér að kíkja niður að höfn á Akureyri og líta dýrðina augum.
​Hér má sjá aðra og betri mynd af þessu glæsilega skipi.