Kjarna viðtal við Óðin

Í nýjustu útgáfu Kjarnans er afar athyglisvert viðtal við Óðin Jónsson, fréttastjóra RÚV. Þó er það tvennt sem rétt er að skoða betur.
Óðinn bendir á að víðs vegar um heiminn hafa fjársterkir einstaklingar eða hópar keypt sig inn í hefðbundna fjölmiðla og haldið þeim gangandi án þess að rekstrarforsendur séu fyrir hendi. Ástæðan er augljós: Fjársterkir og valdamiklir aðilar vilja með eingarhaldi sínu á fjölmiðlum ná til almennings og tryggja stöðu sína í samfélaginu. Um þetta eru þekkt dæmi hér á landi, t.d. Morgunblaðið og 365 miðlar.

Hvar er SDG?

Fjölmiðlar verða ekki sakaðir um að segja ekki vel og skilmerkilega frá ferðum og framgöngu forsætisráðherra landsins.

Morgunblaðið í grunnskólum

Morgunblaðið býður grunnskólabörnum upp á kennslu – í Morgunblaðinu! Á vef blaðsins má finna síðu þar sem námsefnið er kynnt, markmiðin útskýrð og verkefni framreidd til að auðvelda kennsluna. Markmiðin eru m.a. sögð vera þau að venja nemendur við lestur dagblaða, venja nemendur við að endursegja það sem fyrir augu bar við lesturinn og að nemendur kynnist vinnuferli við útgáfu dagblaðs. Allt gott og gilt. Námsefni miðast við nemendur í 3. bekk grunnskóla og eldri. Meðal verkefna yngstu barnanna er að finna glaðleg andlit og alvarleg og lýsa þeim hughrifum sem það kann að hafa vakið hjá nemendum.  Hvaða andlit eru glaðleg í Mogganum og hver á alvarlegu andlitin?

Ráðherrum fjölgar

Þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við völdum árið 2009 sátu 12 ráðherrar við ríkisstjórnarborðið í enn fleiri ráðuneytum. Við lok tímabilsins voru ráðherrarnir orðnir átta í jafn mörgum ráðuneytum. Ég er reyndar sjálfur þeirrar skoðunar að nóg sé að vera með sex ráðherra í ríkisstjórn, umfangið er ekki svo mikið að það kalli á fleiri. En hvað um það.
Ástæða þess að ráðherrum var fækkað og ráðuneyti sameinuð var einfaldlega sú að stjórnsýslan var óskilvirk, flókin og verkefni ráðuneyta skörðust á mörgum sviðum. Þetta tóks vel að flestra mati og engin fagleg rök hafa enn komið fram sem benda til þess að rétt sé að fjölga ráðherrum að nýju eða skipta upp ráðuneytum.

Hugmyndafræðin ofar öðru

Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins er útkoma ársins betri en áætlað var. Tekjur hærri, útgjöld minni og handbært fé meira en búist var við. Allt er þetta í fullkomnu ósamræmi við yfirlýsingar formanna stjórnarflokkanna um verri stöðu ríkissjóðs en þeir höfðu gert ráð fyrir. . Í skjóli þeirra ósanninda hefur verið boðaður mikill niðurskurður í rekstri ríkisins og sérstök niðurskurðarsveit úrvalsþingmanna stjórnarflokkanna sett á fót í þeim tilgangi.
Fjármála- og efnahagsráðherra virðist því taka lítið mark á starfsfólki síns eigins ráðuneytis og niðurstöðum þeirra um ríkisfjármálin.
Það er því engin haldbær ástæða fyrir tugmilljarða niðurskurði með kreppudýpkandi afleiðingum eins og haldið hefur verið fram.
Það er einungis gert til að þjóna hugmyndafræðinni.

Línan dregin

Samfélag þjóðanna virðist vera að ná samkomulagi um það hvernig ekki megi drepa fólk. Hingað til hafa þjóðarleiðtogar tekið því með stóískri ró að fólk sé skotið, hengt, skorið á háls, svelt og pyntað til dauða,  svívirt, því nauðgað og misþyrmt þar til yfir lýkur. En nú má ekki drepa fólk með eitri lengur eins og áður tíðkaðist að gera. Þar ætla þjóðirnar að draga línuna. Þetta er auðvitað mikið framfaraskref af hálfu hinna siðmenntuðu þjóða. Einhvers staðar verður að draga línuna. Um það hvernig megi drepa fólk.
Ekki satt?

 

Sviptingar hjá HB-Granda

Kauphöllin tilkynnti í kvöld um stórviðskipti í HB-Granda. Í stuttu máli snúast þau um kaup Kristjáns Loftssonar og Vilhjálms Vilhjálmssonar á hlut ekkju og ættingja Árna Vilhjálmssonar í Venusi sem á stóran hlut í fyrirtækinu. Með þessum kaupum  er Kristján Loftsson þá orðinn langstærsti einstaki eigandi HB-Granda á móti Arionbanka.
Talið er að framundan séu mikil umskipti í íslenskum sjávarútvegi og eingarhald á rótgrónum fyrirtækjum eigi eftir að breytast mjög á næstu misserum.
Það er fagnaðarefni þegar áhugasamir aðilar sjá hag sínum borgið með því að fjárfesta í sjávarútveginum og sýnir vel hvaða augum menn líta framtíðina varðandi greinina.

Tvær góðar - ein vond

Þrjár fréttir úr sjávarútveginum hafa vakið athygli á síðustu dögum. Í fyrsta lagi  tilkynnti Ísfélagið í Vestmannaeyjum um kaup á nýju og glæsilegu uppsjávarskipi sem verður eitt alöflugasta skip flotans þegar að því kemur. Það er ekki nema rétt ríflega ár frá því Ísfélagið tók við nýju og öflugu uppsjávarskipi sem hefur reynst vel og fiskað enn betur. Það er reyndar frekar kjánalegt hvað eigendur þessa stóra og sterka fyrirtækis kvarta mikið yfir örlögum sínum í hvert skipti sem þeir kaupa eða taka við nýjum skipum. Get ekki séð að það sé nokkur ástæða til þess.

Eins og allir vita ...

Verðbólgan mældist undir 4% í mars síðastliðnum, í fyrsta sinn frá Hruni. Síðan hefur hún lækkað og haldist stöðug í 3,3% síðustu mánuðina. Til upprifjunar  mældist verðbólga um áramótin 2008-2009 18,6% sem brenndi þá eignir almennings upp til agna. Verðbólgan hefur síðan lækkað jafnt og þétt allt kjörtímabilið eftir því sem betri tök hafa náðst á efnahagsmálum ríkisins.

Allt á sínum stað

Það er stundum sagt að lífið sé ein eilífðar hringrás þar sem allt endurtekur sig hvað eftir annað og fátt sé nýtt undir sólinni. Ætli það sé farið að styttast á milli endurtekninga? Gjöreyðingarvopn, vesturveldin, stríðsrekstur, viljugar þjóðir.
Og þeir Davíð og Halldór aftur farnir að hvíslast á í þingsalnum.
Viljugir á svip.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS