Nýi tíuþúsund króna seðillinn sem kynntur var í dag er helmingur af verðgildi 500 krónu seðilsins sem gefinn var út í ársbyrjun 1981. Útgáfa nýja seðilsins í dag er enn ein birtingarmynd þeirra óstjórnar sem ríkt hefur í efnahagsmálum hér á landi. Seðillinn endurspeglar verðbólgu og rýrnun verðmæta, kaupmáttar og lífskjara.
Fram til þessa hefur myndskreyting á íslenskum peningum vísað til verðmætasköpunar, t.d. fiska eða landbúnaðar. Tíuþúsund króna seðillinn er hins vegar tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni, skáldi og vísindamanni. Í útgáfu seðilsins felst því ákveðin viðurkenning á verðmætasköpun lista og vísinda til jafns við annað.