Ljóta þvælan ...

Það er merkilegt hvað Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, kemst upp með að þvæla mikið um símtal hans við Mervyn King, Seðlabankastjóra Englands, árið 2008. Davíð hefur haldið því fram að Marvyn King hafi lofað sér því í símtalinu að Íslendingar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af Icesave-ruglinu sem Davíð og félagar leyfðu  óáreittu að fara eins og það á endanum fór. Um þetta símtal er talsvert fjallað í skýrslu RNA um aðdraganda og afleiðingar Hrunsins, m.a. í 7. bindi þar sem sagt er frá viðbrögðum Árna Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra og flokksbróður Davíðs, um túlkun þess síðarnefnda á símtalinu (bls. 95-96):

Á pari við Davíð

Jónas Fr. Jónsson er fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins og núverandi stjórnarformaður LÍN. Hann skipar sér nú á bekk með öðrum fyrrverandi stjórnendum stórra og mikilvægra stofnana sem brugðust á ögurstundu í aðdraganda Hrunsins og reyna nú að endurskrifa söguna. Um þetta höfum við nokkur dæmi, t.d. hér, hér og hér, svo nýleg dæmi séu tekin.

Það var sagt henni það

Það er ekki oft sem maður sér vel skrifaðar og umhugsunarverðar blaðagreinar þessi misserin. Þó kemur ein og ein sem skilur eitthvað eftir, situr í manni og vekur mann til umhugsunar um mikilvæg mál. Eða bara um lífið og tilveruna.

Er þingið farið á taugum?

Það er eins og  einhver óstjórnleg móðursýki í þinghúsinu hafi gripið um sig vegna niðurskurðar á framlögum til heilbrigðiskerfisins. Þó á hann ekki að koma neinum á óvart. Flatur niðurskurður er hrygglengjan í fyrsta fjárlagafrumvarpi hægristjórnarinnar. Það er stefna þessara flokka að draga úr útgjöldum til samneyslunnar á kostnað skattalækkana í efri tekjulögum samfélagsins.

Ráðþrota ræða Geirs H Haarde

Geir H. Haarde segir að „guð-blessi-Ísland“ ræða hans hafi verið sú mikilvægasta á hans ferli. Það er einnig mikið gert með þessa ræðu, sérstaklega þó af hægrimönnum sem margir hverjir telja ræðuna hápunkt íslenskrar stjórnmálasögu. Það er minna fjallað um innihald ræðunnar og boðskapinn sem í henni fólst. Þegar það er skoðað og þá í ljósi aðstæðna er þetta  sennilega ein lélegasta ræða sem nokkur forsætisráðherra á byggðu bóli hefur flutt þjóð sinni. Var Geir að telja kjark í þjóðina? Tilkynnti hann henni um leiðir úr vandanum? Axlaði hann sjálfur ábyrgð sem fyrrverandi fjármálaráðherra, utanríkisráðherra, varaformaður og síðan formaður sjálfstæðisflokksins og að lokum sem forsætisráðherra?

Örsaga úr þinginu: Tilraunin sem mistókst

Veturinn 2011/2012 var erfiður í þinginu. Stjórnarandstaðan hertók hvert málið af öðru með skipulögðu málþófi og tafapólitík sem aldrei fyrr. Þingið náði vikum saman ekki að afgreiða þingmál utan veigalítilla ályktana. Stjórnarandstaðan réð því hvað var afgreitt og hvað ekki. Forseti þingsins hafði fyrir löngu misst tökin á starfsemi þingsins sem í raun var stjórnlaust vegna þess um tíma. Það var undir þessum kringumstæðum sem ég sem þingflokksformaður Vinstri grænna og Magnús Orri Schram þingflokksformaður Samfylkingar boðuðum þingflokksformenn annarra flokka til fundar við okkur. Hvorugur okkar hafði þá rætt þetta við þingflokka okkar eða formenn flokkanna. Fundur var haldinn síðari hluta dags á hóteli í Reykjavík og tilgangur hans var að gera tilraun til þess að bæta samskipti þingmanna og ná tökum á störfum þingsins.

Skammtíma-Jón

Jón Gunnarsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, er ötull talsmaður skammtímalausna í atvinnu- og efnahagsmálum. Hann leggur nú til að meira verði veitt af þorski en ráðlagt er að gera í þeim tilgangi að afla ríkissjóði tekna. Hann færir þau rök fyrir tillögu sinni að þorkstofninn sé í sögulegu hámarki og því óhætt að hans mati að ganga frekar á hann.
Fyrir það fyrsta þá er það rangt hjá Jóni að söguleg staða þorskstofnsins heimili auknar veiðar. Þannig er það einfaldlega ekki eins og sjá má á línuritinu hér að ofan sem sýnir annars vegar ráðlagða veiði og hins vegar raunveiði síðustu tvo áratugina. Við eigum því enn langt í land með  að ná fyrri stöðu við veiðar á þorski.

Öskrandi af bræði

Það var athyglisverð frétt í Sjónvarpinu í kvöld um Hrunið. Þar kom m.a. fram að í kjölfar Hrunsins hafi Alþingi bætt vinnulag sitt að mörgu leyti. Eftirlitshlutverk þingsins hefur verið stóreflt, mikilvæg lög og reglur voru settar, m.a. um eftirlit með fjármálastarfsemi, hagmunsatengsl þingmanna og almennt gagnsæi í vinnubrögðum þingsins svo fátt eitt sé nefnt. Það kom einnig fram að gerð hafi verið tilraun til að breyta stjórnarskrá lýðveldisins sem væri afar mikilvægur þáttur í eftirvinnslu Hrunsins, ekki síst til að auðvelda alþjóðlega samvinnu með fjármálastofnunum og mörkuðum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sagan frá árunum 2002-2008 endurtaki sig hér á landi.

Þvílíkir snillingar!

Fyrir ykkur sem eruð búin að gleyma, eða viljið gleyma, þá er þessi skuld tilkomin vegna þess að Seðlabanki Íslands fór í raun á hausinn undir öryggri stjórn Davíðs Oddssonar. Ríkið, þ.e. við, þurftum að fjármagna hann að nýju með tilheyrandi lántökum og kostnaði.
Nú á að lengja í láninu og hafa það vaxalaust svo fjárlagafrumvarpið sýnist réttu megin við núllið. Og við borgum.
Er nema von að fólk klóri sér í hausnum yfir slíkum töfrabrögðum?
Þvílíkir snillingar!

Ójöfnuður aukinn með handafli

Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar breytti skattkerfinu á síðasta kjörtímabili í tvennum tilgangi. Annars vegar til að afla tekna til að standa straum af sameiginlegum rekstri, t.d. velferðar- heilbrigðis- og menntakerfinu. Hins vegar til að gera skattkerfið réttlátara og sanngjarnara en það áður var. Það var gert með því að auka skatta á þá sem meira höfðu úr að spila en hlífa hinum eins og kostur var. Þær breytingar urðu til þess að jöfnuður jókst hraðar og meir en gerst hafði áður.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS