Það er merkilegt hvað Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, kemst upp með að þvæla mikið um símtal hans við Mervyn King, Seðlabankastjóra Englands, árið 2008. Davíð hefur haldið því fram að Marvyn King hafi lofað sér því í símtalinu að Íslendingar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af Icesave-ruglinu sem Davíð og félagar leyfðu óáreittu að fara eins og það á endanum fór. Um þetta símtal er talsvert fjallað í skýrslu RNA um aðdraganda og afleiðingar Hrunsins, m.a. í 7. bindi þar sem sagt er frá viðbrögðum Árna Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra og flokksbróður Davíðs, um túlkun þess síðarnefnda á símtalinu (bls. 95-96):