Misskilningur punktur is

Fyrr á árinu sagði SDG forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishaftanna að „stjórnvöld stefndu á að ný áætlun um afnám haftanna lægi fyrir í september á þessu ári.“ Nú segir hann  það vera misskilning eins og svo margt annað. Hann hafi bara vonast til þess að ný áætlun um losun gjaldeyrishaftanna myndi liggja fyrir í haust. Nú telur hannlíklegt að afnám gjaldeyrishafta geti hafist í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Hvað sem það nú er. Það var t.d. ekki langt í „fyrirsjáanlega framtíð“ í vor þegar SDG lofaði nýrri áætlun í september.

Aðhlátursefni

Í inngangi sínum segir þáttastjórnandinn (efnislega) að hann hafi fylgst með gangi mála á Íslandi frá Hruninu og verið hér á landi þegar sem mest gekk á árið 2008. Hann spyr síðan SDG forsætisráðherra Íslands hvort ekki megi líta svo á að Ísland sé dæmi um það versta sem hefur gerst í efnahagsmálum annars vegar og hins vegar það besta þegar kemur að uppbyggingu eftir slíkt Hrun. Og SDG svara: „Yes, I think we could say that.“
Öðruvísi mér áður brá.
SDG er að verða lifandi eftirmynd Bessastaðabóndans. Segir eitt í útlöndum en annað heima hjá sér.

Leiðir að skilja?

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á fundi Landsbankans í morgun að ríkið ætti að eiga áfram meirihluta í bankanum en selja í öðrum fjármálafyrirtækjum. Þar með tekur Bjarni undir með forvera sínum í embætti sem lýsti því sama yfir fyrir tveim árum. Bjarni telur einnig rétt að væntanlegur ágóði af sölu fjármálafyrirtækjanna verði notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þar talar hann gegn hugmyndum SDG forsætisráðherra sem vill nota alla slíka peninga til að greiða niður skuldir einstaklinga og þyngja enn frekar á ríkissjóði.

Lítil saga um stóra flugvél

Þann 1. júlí 2009 lenti ný flugvél Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Vélin var og er ein fullkomnasta flugvél sem til er af þessari tegund. Hún hefur verið meira og minna í útleigu til ýmissa verkefna víða um lönd frá því hún kom til landsins.

Rökræðan á undanhaldi

Skýrsla rannsóknarnfendar Alþingis um aðdraganda og orsakir Hrunsins gleymd og grafin. Það tók innan við ár að þagga hana niður. Þó ætti hún að vera skyldulesning í skólum landsins, í það minnsta áttunda bindið sem fjallar um siðferðilega þætti málsins. Miklu frekar en Morgunblaðið.

Eggjanna virði

Á undanförnum árum hefur orðið til sú skemmtilega hefð að almenningur hefur haft nær ótakmarkaða heimild til að grýta þingmenn einn dag á ári, þingsetningardaginn. Yfirleitt er um að ræða matvæli, egg, tómata og grænmæti. Stundum hefur fylgt með eitt og eitt grjót en oftast nær eru um að ræða mjúka og hættulausa hluti að mati oddvita almennings.

SDG í ruglinu

SDG forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að í undirbúningi væru mestu aðgerðir til aðstoðar skuldugum heimilum sem gripið hefði verið til - í veröldinni. Á sama tíma koma fram upplýsingar um að skuldavandi heimilanna sé aftur að verða eins og var undir lok síðustu aldar, eða fyrir 15 árum eða svo.
Í fyrradag sagði SDG forsætisráðherra að svigrúm stjórnvalda væri miklu meira en nóg til að greiða niður skuldir íslenskra heimila. Það yrði því góður afgangur til annarra verka.

Vaxtarbroddur í svikastarfsemi?

Þingforysta stjórnarflokkanna hefur greinilega fengið að nýju heimild húsbænda sinna til að koma fram opinberlega og mæla fyrir um fyrirætlanir hægristjórnarinnar.
Til að byrja með er það formaður fjárlaganefndar sem undirbýr fólk fyrir samdrátt í mest vaxandi atvinnugreinum landsins, s.s. íslenskri kvikmyndagerð og menningartengdri atvinnu. Þetta er ekki sú tegund atvinnuuppbyggingar sem þingmaðurinn og flokkurinn hennar vill sjá vaxa og dafna. Það á því að beita pólitísku handafli til að stöðva áframhaldandi vöxt og þeir sem nú vinna í þeim greinum geta fengið sér eðlilega vinnu eins og venjulegt fólk.

Smávegis um veiðigjöld

Það er rétt hjá Daða Má Kristóferssyni að veiðigjald á litlar og meðalstórar útgerðir á að vera með öðrum hætti en á þær stærstu. Enda var það þannig í lögum um veiðigjald áður en þeim var breytt sl. sumar. Þannig greiddu útgerðir með undir 30 tonna heimildir ekkert sérstakt veiðigjald og útgerðir með heimildir á bilinu 30 – 70 tonn greiddu hálft veiðigjald. Minnihluti þingsins gerði síðan tillögu um það á sumarþingi að frímark yrði aukið úr 30 tonnum í 50 tonn og hálfa gjaldið upp í 250 tonn.

Síldarvinnslan er afburðarfyrirtæki

Uppgjör Síldarvinnslunnar hf. fyrir árið 2012 sýnir ekki bara mjög góða afkomu fyrirtækisins heldur líka framtíðarsýn eigendanna.
Byrjum á afkomunni. Fyrirtækið hagnaðist um 9,6 mia.kr. á árinu 2012. Það er samsvarandi upphæð og ríkissjóður setur í rekstur Háskólans á Akureyri, sjúkrahússins á Akureyri, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Verkmenntaskólans í Neskaupsstað, Menntaskólans á Egilsstöðum og sýslumannsembættisins á Eskifirði – til samans.
Eiginfjárhlutfall SVN er 59% (eigið fé/eignum) og fyrirtækið greiddi 3,1 mia.kr. í ýmiss konar opinber gjöld og skatta.
Þetta er engin smá afkoma og fá dæmi um annað eins hér á landi.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS