Uppgjör Síldarvinnslunnar hf. fyrir árið 2012 sýnir ekki bara mjög góða afkomu fyrirtækisins heldur líka framtíðarsýn eigendanna.
Byrjum á afkomunni. Fyrirtækið hagnaðist um 9,6 mia.kr. á árinu 2012. Það er samsvarandi upphæð og ríkissjóður setur í rekstur Háskólans á Akureyri, sjúkrahússins á Akureyri, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Verkmenntaskólans í Neskaupsstað, Menntaskólans á Egilsstöðum og sýslumannsembættisins á Eskifirði – til samans.
Eiginfjárhlutfall SVN er 59% (eigið fé/eignum) og fyrirtækið greiddi 3,1 mia.kr. í ýmiss konar opinber gjöld og skatta.
Þetta er engin smá afkoma og fá dæmi um annað eins hér á landi.