Vill að ríkisstjórnin segi af sér

Kjörtímabil ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar er eitt af örfáum kjörtímabilum sem friður ríkti á vinnumarkaðinum. Á kjörtímabilinu voru gerðir kjarasamningar (sumarið 2011) sem nauðsynlegt var að gera þó svo að það hafi kostað töf á efnahagsáætlun stjórnvalda. Kjaraskerðing Hrunsins var einfaldlega of mikil og því óumflýjanlegt að ganga til samninga um kaup og kjör.

Furðufrétt um vaxtabætur

Í fréttum RÚV var sagt frá hjónum sem glöddust mjög yfir vaxtabótum sem þau fengu frá Íslandsbanka en gleðin hafi reynst skammvinn þegar í ljós kom að ríkissjóður myndi ekki líka greiða þeim vaxtabætur af sömu vaxtagreiðslum og bankinn gerði. Vitnað er til lögmanns sem segir að það komi því út á eitt fyrir þetta fólk hvort það hafi fengið endurgreitt úr bankanum eða úr ríkissjóði. Í rauninni hafi Íslandsbanki því gert viðskiptavinum bjarnargreiða. Af fréttinni má ráða að ríkissjóður hafi komið í bakið á fólkinu og snuðað það um réttmætar vaxtabætur.

Þeir eru að ljúga ...

Það er rétt sem fram kemur hjá þessum Simon Black að íslenskum almenningi hefur ekki og verður ekki bjargað frá afleiðingum Hrunsins. Það eru engir aðrir til að taka skellinn en þjóðin sjálf. Þannig er það hjá öllum þjóðum, það er almenningur, þjóðin sjálf sem axlar ævinlega þungann af mistökum stjórnmálamanna. Á þetta hef ég marg oft bent og varað við lýðskrums umræðu um auðveldar leiðir út úr miklum vanda.Hitt er annað mál að það tókst að bjarga Íslandi frá gjaldþroti og ná tökum á nær tapaðri stöðu með aðferðum sem ekki höfðu áður verið farnar.

Hættulegar endurtekningar

Í grunninn eru tvær megin ástæður fyrir því að menn endurtaka sig vísvitandi aftur og aftur. Sú fyrri er að það hafi reynst þeim vel og ástæðulaust sé því að breyta til. Sú síðari er að þeim hafi mistekist og því þurfi að reyna aftur og aftur og aftur. Það er af síðari ástæðunni sem hægriflokkarnir í ríkisstjórninni ætla að einkavæða heilbrigðis- og menntakerfið, lækka skatta og skera niður og selja þær eignir ríkisins sem þeim tókst ekki að koma í lóg í síðustu tilraun. Þetta er það sem þeir gerðu á tólf ára tímabili sínu í stjórnarráðinu á árunum 1995 – 2007 til að uppfylla hugmyndafræðilegar þarfið sínar. En þetta mistókst algjörlega, þ.e.a.s. afleiðingarnar voru skelfilegar fyrir þjóðina. Það vilja hægriflokkarnir ekki viðurkenna og telja að ekki sé enn fullreynt. Þess vegna ætla þeir að endurtaka sig, þrátt fyrir reynsluna og afleiðingarnar.

Peningaprentun

Þeir eru til sem halda að hægt sé að auka hagsæld með því að prenta peninga. Aðeins þurfi að prenta nóg svo að allir hafi alltaf nægt fé  á milli handanna. Svo virðist sem ótrúlega stór hluti þjóðarinnar trúi því að þetta sé rétta leiðin til að létta byrðum Hrunsins af landsmönnum eins og sýndi sig í fylgi framsóknarflokksins í kosningunum í vor. Svo eru aðrir sem telja að peningar séu lítils virði ef ekki eru einhver verðmæti á bak við þá. Til að svo verði þurfi að búa eitthvað til, skapa eitthvað, veiða fisk, búa til tónlist, kenna börnum, búa til kvikmyndir, sinna sjúklingum, þjóna ferðamönnum og annað sem við flest hver gerum á degi hverjum. Þannig fáist mæling á verðmæti peninganna sem væru annars tæpast pappírsins virði.

Þeim er óeðlið tamt

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir að Flokkurinn hafi misnotað Ólaf F Magnússon í pólitískum tilgangi. Það var fallegt af Þorbjörgu Helgu að viðurkenna það. Þetta vissu þó allir. Fréttin er því ekki frétt nema vegna þess að einhver af forystumönnum sjálfstæðisflokksins þorði að viðurkenna misnotkunina. Það er ekki algengt á þeim bænum að gangast við mistökum eða viðurkenna pólitískt ofbeldi. Vilhjálmi H Vilhjálmssyni hefði verið nær að gera hið sama og Þorbjörg Helga frekar en að neita hinu augljósa. Hann hefði í leiðinni getað notað tækifærið og beðið gamla fólkið á Eir afsökunar á framkomu sinni gagnvart þeim.

Ódýr svör um kúgun duga ekki

Jákvæð þróun ríkisfjármála

Sagt var frá skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga 2012 í fréttum RÚV í gær. Í fréttinni kom fram að nokkrar stofnanir hafi farið fram úr áætlun og var í því sambandi aðallega vísað til háskóla, framhaldsskóla, heilbrigðisstofnana og lögregluumdæma. Allt satt og rétt.

Línurnar teknar að skýrast

Nú hefur formaður sérsveitar úrvalsþingmanna stjórnarflokkanna, Dauðasveitarinnar svokölluðu, tilkynnt  að ekki verði um flatan niðurskurð að ræða á fjárlögum næsta árs. Þetta er þá stefnubreyting frá því sem formaður sjálfstæðisflokksins, fjármála- og efnahagsráðherrann Bjarni Benediktsson hafði áður boðað að yrði.
Gefum okkur að það fari svo að ráðherrann verði undir í þessu máli og ekki verði um flatan niðurskurð að ræða og ekkert í heilbrigðis- og velferðarmálum. Þá lítur dæmið einhvern veginn svona út:

Loddaraskapur og lýðskrum

Í grein í blaði sjálfstæðisflokksins í dag segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra eftirfarandi um heilbrigðiskerfið: „Að óbreyttu stefnir í að það vanti 8.600 milljónir á þessu ári til að leysa fjárhagsvandann, þar af er uppsafnaður vandi fyrri ára um eða yfir 3.800 milljónir króna.“ Kristján Þór boðar síðan mikinn niðurskurð til að mæta þessum vanda.Í umsögn skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu með frumvarpi um lækkun veiðigjalda segir m.a.: „Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum fyrir aflaheimildir verði 3,2 mia. kr.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS