Fyrsti fundur Dauðasveitarinnar

Samkvæmt mínum heimildum kom sérsveit úrvalsþingmanna stjórnarflokkanna, Dauðasveitin svokallaða, saman til síns fyrsta formlega fundar í dag. Ástæða mun hafa þótt til að bíða með fyrstu samkomu sveitarinnar þar til forsetinn hafði tilkynnt formlega  að hann myndi staðfesta lækkun veiðigjalda. Hlutverk hennar hefði enda orðið talsvert umfangsminna ef forsetinn hefði ekki gert það. Þótt enn hafi engar fréttir borist af fundinum má ljóst vera að rætt hafi verið um boðaðar uppsagnir hjá opinberum starfsmönnum enda má ná skjótum árangri (tímabundnum þó) með þeim hætti þar sem laun eru með stærstu útgjaldaliðum í ríkisrekstrinum.

Í dag er glatt í döprum hjörtum

Ákvörðun forseta Íslands að undirrita og staðfesta lög um veiðigjöld fyrr í dag gladdi marga. Í hópi ánægðra eru t.d. þingmaður framsóknarflokksins og fjölskylda hans sem fá mestu lækkun allra í gegnum fyrirtæki þeirra Vísi hf. í Grindavík. Að sama skapi er líklega nokkuð glatt á hjalla hjá afkomendum Jóns Gunnarssonar þingmanns sjálfstæðisflokksins sem reka Útgerðarfélagið Nesið hf. á Siglufirði.

Röng ákvörðun og rétt

Það kemur engum á óvart að forseti Íslands hafi ákveðið að staðfesta frumvarp ríkisstjórnar sinnar um lækkun veiðigjalds og afnáms auðlindarentu í sjávarútvegi. Það hefði hann hinsvegar átt að gera án málalenginga frekar en með útúrsnúningum eins og hann kaus að gera í dag. Árlegt tekjutap upp á 8-10 mia.kr. er vissulega gríðarlega vond afleiðing af ákvörðun forsetans, svo alvarleg að ríkisstjórnin hefur sett á fót sérsveit úrvalsþingmanna, sk. Dauðasveit, til að bregðast við tekjutapinu. Foringi hópsins hefur þegar boðað uppsagnir og samdrátt í ríkisrekstrinum af þessum sökum. Með ákvörðun sinni í dag tók forsetinn hinsvegar undir þá pólitísku sýn ríkisstjórnar sinnar að þjóðin skuli ekki eiga kröfu á tilkalli til réttláts hlutar í arðinum sem til verður af hennar eigin auðlind, heldur skuli það verða ákvörðun hans eigin ríkisstjórnar hverju sinni.

Kauphækkun hjá Dauðasveitinni?

Það er mikið gert úr því að hægristjórnin hafi skipað sérstakan hagræðingarhóp vegna undirbúnings fjárlaga og látið sem  þetta hafi aldrei verið  gert áður.. Hópurinn sem gengur undir nafninu Dauðasveitin á að vinna tillögur að niðurskurði í fjárlögum næsta árs til að mæta tekjutapinu sem hægristjórnin hefur staðið fyrir að undanförnu, m.a. með lækkun veiðigjalds, lækkun auðlegðarskatts og fleiri boðuðum aðgerðum í þessa veru.

Speglun fortíðar - ríkisstjórnin er mistök

Raunverulegur tilgangur forsætisráðherra framsóknar með þingsályktunartillögu sinni um aðgerðir í efnahagsmálum var að þvinga sjálfstæðismenn til fylgis við tillögurnar. Og það gerðu þeir þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu margra þingmanna flokksins við málatilbúnað framsóknar.

Hlýðin þjóð í hlekkjum

Icesave-málið er í hópi verstu mála Hrunsins. Það hefur kostað miklar fórnir og enn er ekki útséð með hvað endanlegur reikningur verður hár. Þeir sem hafa lagt mest á sig við að leysa úr þessum ósóma hafa verið úthrópaðir sem svikarar og sakaðir um að ganga erinda erlendra ríkja. Hæst hrópuðu þeir þá sem nú stýra landinu og fylgismenn þeirra.

Guð blessi Ísland - aftur

Í öllum venjulegum lýðræðisríkjum hefði skýrsla RNA á orsök og aðdraganda Hrunsins nægt til að þurrka flokka eins og framsóknar- og sjálfstæðisflokkinn út af þjóðþingum.  Þegar svo önnur RNA-skýrsla bætist ofan á þá fyrri sem vitnar enn frekar um pólitísk afglöp, misnotkun á almannafé og spillingu þessara flokka, ætti það að öllu jöfnu að nægja til að útiloka slíka flokka frá þátttöku í stjórnmálum.Framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið meiri efnahagsleg og siðferðileg skemmdarverk á íslensku samfélagi en nokkrir stjórnmálaflokkar hafa unnið þjóð sinni um víða veröld á síðari tímum. Þeir eru þjóðinni hættulegir.

Þetta er hvort sem er búið og gert!

Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um orsök og aðdraganda Hrunsins haustið 2008 er efnahagsstefna sjálfstæðisflokksins og afleiðing hennar rakin í alls níu bindum. Auk þess er í skýrslunni farið ágætlega yfir innstu iður flokksins, hugmyndafræði hans, tengsl við viðskiptalífið og upplýst um nánast allar tegundir af pólitískri spillingu. Nú hefur sambærileg skýrsla verið gefin út um framsóknarflokkinn þar sem í fjórum bindum er upplýst með betri hætti en áður hefur verið gert hvernig flokkurinn leit á Íbúðalánasjóð sem innanflokksmál.

Vinstri græn og Samfylking rassskellt í nýrri skýrslu

Út er kominn ný rannsóknarskýrsla um Íbúðalánasjóð en í henni kemur fram að Vinstri græn og Samfylking bera sameiginlega ábyrgð á alvarlegri stöðu sjóðsins vegna þeirra breytingar er gerðar voru í fyrri ríkisstjórnartíð þeirra. Gert er ráð fyrir því að heildartap sjóðsins vegna stjórnarhátta þessara tveggja flokka geti numið allt að 270 mia.kr. Í skýrslunni kemur fram að kunningjasamfélagið var svo náið hjá eftirlitsaðilum og yfirstofnunum ÍLS, þar sem að flokksfélagar réðu ríkjum, að mönnum yfirsást dýrkeypt mistök. 

Þingræði eða ekki?

Þann 23. júní 2011 voru gerðar breytingar á lögum um þingsköp Alþingis. Meðal þeirra breytinga sem þá voru gerðar var að þing myndi koma saman annan þriðjudag septembermánaðar 2013. Orðrétt segir í 1.gr. laganna: „Samkomudagur Alþingis er annar þriðjudagur í september, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar.“

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS