Allt á sínum stað

Það er stundum sagt að lífið sé ein eilífðar hringrás þar sem allt endurtekur sig hvað eftir annað og fátt sé nýtt undir sólinni. Ætli það sé farið að styttast á milli endurtekninga? Gjöreyðingarvopn, vesturveldin, stríðsrekstur, viljugar þjóðir.
Og þeir Davíð og Halldór aftur farnir að hvíslast á í þingsalnum.
Viljugir á svip.