Vilja að framsókanarmenn biðjist afsökunar!

Ungir sjálfstæðismenn eru ekki alveg með hlutina á hreinu. Það er ekki nóg með að þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir (og fleiri framsóknarmenn) hafi greitt atkvæði með því að ákæra fyrrverandi formann sjálfstæðisflokksins, heldur lögðu þau það beinlínis til.

Traust og virðing

Traust almennings til allra helstu stofnann minkaði verulega vegna Hrunsins. Það á ekki síst við um Alþingi. Tæpur helmingur landsmanna bar að jafnaði traust til þingsins en í Hruninu féll það niður í um 10% og hefur verið þar síðan. Ástæðan er að stærstum hluta að þingið sem stofnun brást landsmönnum og rækti ekki skyldur sínar við almenning með alvarlegum afleiðingum. Í Hruninu komst einnig upp um gríðarlega spillingu í stjórnmála- og viðskiptalífinu sem varð til þess að þingmenn viku af þingi, sumir tímabundið og aðrir til frambúðar. Aðrir sátu sem fastast og sitja enn, sumir komist til metorða, þrátt fyrir skrautlega fortíð. Eftir kosningarnar 2009 voru um 2/3 þingmanna nýir frá kosningunum frá kosningunum 2007.

Engu gleymt, ekkert lært

Forsætisráðherra hefur ákveðið að endurnýja fyrri kynni stjórnvalda við Viðskiptaráð. Blásið hefur verið til ráðstefnu í samstarfi ráðsins og ráðherra um hvernig draga megi úr eftirliti og einfalda regluverkið hjá atvinnulífinu í landinu. Þetta hefur svo sem verið gert áður. Viðskiptaráð leit einu sinni svo á að eitt mikilvægasta hlutverk sitt væri að hafa áhrif á lagsetningu á Alþingi og gortaði sig af því að Alþingi hefði í aðdraganda Hrunsins tekið tillitið til 90% af athugasemdum ráðsins. Það hafa ekki margir skorað svo hátt á þeim vettvangi. Um afleiðingar þess má lesa m.a.

Stórslys í uppsiglingu í húsnæðismálum

Frétt Ríkisútvarpsins sýnir vel hvað óvarkárir stjórnmálamenn geta valdið miklum usla og óvissu í lífi fólks. Í þessu tilfelli mun annað af tvennu gerast. Í fyrsta lagi má vænta þess að fasteignaverð hækki um þá lánalækkun sem seljendur húsnæðis lásu úr kosningaloforðum framsóknarmanna. Seljendur muni þannig reyna að innleysa kosningaloforðin fyrir fram með því að smyrja loforðunum ofan á söluverðið.  Í öðru lagi mun það gerast, eins og fram kemur í fréttinni, að seljendur setji ákvæði í samninga um að þeir geti krafið kaupendur um jafnvirði lánalækkunarinnar sem kannski kemur. Með því verða kaupendur húsnæðis settir í afar slæma stöðu. Þeir geta í framtíðinni átt von á rukkun frá seljendum íbúða ef húsnæðislán verða lækkuð.

Næsti bær við valdarán?

Utanríkisráðherra hefur lagt fram lögfræðiálit um að honum sé frjálst að hundsa ákvarðanir Alþingis ef honum sýnist svo. Lögfræðiálitið er því einhvers konar leiðarvísir fyrir ráðherrann svo að hann geti sniðgengið þingið með mál sem eru honum ekki að skapi.
Þegar ríkisstjórn ónýtir ákvarðanir Alþingis sem kosið var með lögmætum hætti í lýðræðislegum kosningum – er það þá ekki næsti bær við valdarán? Jafnvel þótt það sé gert með lögfræðiáliti?
Hvernig ætli sjálfstæðismönnum líði?

Æ rest mæ keis

Guðmundur Hörður Guðmundsson kynningar- og vefstjóri hjá Háskóla Íslands virðist hafa fengið mig á heilann og skrifar um mig hvern pistilinn af öðrum. Ég hef reynt að ná samband við manninn, boðið honum upp á að ræða við mig og afla sér upplýsinga til skrifa sinna. Þó það yrði ekki nema til að hafa staðreyndir á hreinu. Hann má svo hafa hvaða skoðun á mér sem hann kýs að hafa. En hann vill ekki einhverra hluta vegna tala við mig og heldur ekki skiptast á upplýsingum með tölvupósti.

Er það glæpur að vinna hjá Samherja?

Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar pistil á vef DV um helgina undir fyrirsögninni „Samkrull stjórnmála og atvinnulífs.“ Hann tekur mig sem dæmi um slíkt óæskilegt samkrull vegna setu minnar í bankaráði Seðlabanka Íslands. Samkrullið við atvinnulífið er að ég hafi „í gegnum tíðina unnið hálaunastörf hjá fyrirtæki í eigu Samherja og geri enn.“ Þess vegna sé vera mín í bankaráði óeðlilegt samkrull stjórnmála og atvinnulífs enda hafi Seðlabankinn haft Samherja til rannsóknar og ég sem hálaunamaður hjá Samherja muni draga taum fyrirtækisins í bankaráðinu.

Af hverju framsóknarflokkurinn?

Atlagan að Ríkisútvarpinu er um margt merkileg. Fyrir það fyrsta er þetta ein harkalegasta atlaga sem gerð hefur verið að þessari merku og mikilvægu stofnun á síðar árum, ef nokkurn tímann áður. Í öðru lagi er hún ekki pólitísk að því leyti til að flokkurinn sem að henni stendur hefur ekki haft það á stefnuskrá sinni að rýra hlutverk Ríkisútvarpsins eða leggja það niður. Þvert á móti er mikilvægi Ríkisútvarpsins undirstrikað í stefnu flokksins þar sem segir að það gegni „mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi með aðhaldi og hlutlægri umfjöllun um íslenskt samfélag“ (bls. 25).

Ragnheiður Elín hótar Húsvíkingum

Alþingi samþykkti á síðasta þingi með miklum meirihluta atkvæða lög sem heimila ráðherra að koma að uppbyggingu atvinnu við Húsavík. Þau lög eru háð því að það fyrirtæki sem um ræðir hefji framkvæmdir, sem það mun ekki gera fyrr en endanlega hefur verið samið við landsvirkjun um orkuverð og fyrirtækið uppfylli að öðru leiti þær kröfur sem gerðar eru til þess og verksins. Þetta eru sem sagt heimildarlög, þ.e. að ráðherra er heimilt að beita þeim en hann þarf ekki að gera það.

Vigdís Hauksdóttir er ekki lengur afsökun

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður framsóknarflokksins, vill meina að ríki Evrópu séu vísvitandi að æsa forstöðumenn opinberra stofnana á Íslandi til fylgis við ESB með IPA styrkjum. Hún vill því meina að forstöðumenn opinberra stofnana gangi erinda erlendra þjóða gegn greiðslu.
Í raun er hún að saka allt þetta fólk um landráð.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS