Traust almennings til allra helstu stofnann minkaði verulega vegna Hrunsins. Það á ekki síst við um Alþingi. Tæpur helmingur landsmanna bar að jafnaði traust til þingsins en í Hruninu féll það niður í um 10% og hefur verið þar síðan. Ástæðan er að stærstum hluta að þingið sem stofnun brást landsmönnum og rækti ekki skyldur sínar við almenning með alvarlegum afleiðingum. Í Hruninu komst einnig upp um gríðarlega spillingu í stjórnmála- og viðskiptalífinu sem varð til þess að þingmenn viku af þingi, sumir tímabundið og aðrir til frambúðar. Aðrir sátu sem fastast og sitja enn, sumir komist til metorða, þrátt fyrir skrautlega fortíð. Eftir kosningarnar 2009 voru um 2/3 þingmanna nýir frá kosningunum frá kosningunum 2007.