Eins og allir vita ...

Verðbólgan mældist undir 4% í mars síðastliðnum, í fyrsta sinn frá Hruni. Síðan hefur hún lækkað og haldist stöðug í 3,3% síðustu mánuðina. Til upprifjunar  mældist verðbólga um áramótin 2008-2009 18,6% sem brenndi þá eignir almennings upp til agna. Verðbólgan hefur síðan lækkað jafnt og þétt allt kjörtímabilið eftir því sem betri tök hafa náðst á efnahagsmálum ríkisins.
Nú er verðbólgan hins vegar á uppleið, komin í 4,3% og mun aukast enn frekar á næstu mánuðum miðað við spár og væntingar til stjórnvalda. Aðvaranir erlendra stofnana um lausung og óvissu í efnahagsmálum benda einnig til þess að búast megi við aukinni verðbólgu á næstu misserum.
Allt er þetta til marks um neikvæð áhrif efnahagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar sem mun síðan að lokum leiða til versnandi lífskjara fyrir almenning.
Eins og allir vita.

 

Comments

Jack Hrafnkell Danielsson's picture

Ekki beint falleg framtíðarsýn í verðbólguspám.