Sviptingar hjá HB-Granda

Kauphöllin tilkynnti í kvöld um stórviðskipti í HB-Granda. Í stuttu máli snúast þau um kaup Kristjáns Loftssonar og Vilhjálms Vilhjálmssonar á hlut ekkju og ættingja Árna Vilhjálmssonar í Venusi sem á stóran hlut í fyrirtækinu. Með þessum kaupum  er Kristján Loftsson þá orðinn langstærsti einstaki eigandi HB-Granda á móti Arionbanka.
Talið er að framundan séu mikil umskipti í íslenskum sjávarútvegi og eingarhald á rótgrónum fyrirtækjum eigi eftir að breytast mjög á næstu misserum.
Það er fagnaðarefni þegar áhugasamir aðilar sjá hag sínum borgið með því að fjárfesta í sjávarútveginum og sýnir vel hvaða augum menn líta framtíðina varðandi greinina.