Lágreistur flokkur

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af gefið sig út fyrir að vera annars vegar ábyrgur í ríkisfjármálum og hins vegar trúverðugur í utanríkismálum. Flokkurinn missti trúverðugleika sinn i fjármálum í Hruninu enda ber hann öðrum stjórnmálaflokkum meiri ábyrgð á þeim ósköpum. Til viðbótar komst svo upp um gríðarlega fjármála spillingu flokksins og þingmanna hans í kjölfar Hrunsins. Það traust sem flokkurinn hafði áunnið sér á þessum vettvangi gufaði upp í Hruninu og fátt sem bendir til þess að hann muni endurheimta það í bráð.

Traustur norrænn uppruni

Ég var að gramsa í geisladiskaóreiðunni minni á dögunum og fann þá disk sem ég vissi ekki að ég ætti. Og á kannski ekki. Á diskinum eru níu lög með ýmsum höfundum, Bubba Morthens, Björgvini Halldórs, Ragnheiði Gröndal, Mugison, Baggalúti, Sálinni hans Jóns míns, Jagúar, Jet Black Joe og Ampop. Diskurinn er gefinn út  af Íslandsbanka í tilefni þess að bankinn tók upp nýtt nafn – Glitnir. Bjarni Ármannsson, þá forstjóri Glitnis, skrifar pistil á „coverið“ svohljóðandi:

Blod på tanden

Samkvæmt fjárlögum 2013 eru áætluð rekstrarútgjöld ríkisins um 500 milljarðar króna – fyrir utan vexti (bls.3). Af þeim fara um 70 milljarðar (14% útgjalda) til mennta- og menningarmála og 235 milljarðar (47%) til velferðarmála, þar af 120 milljarðar (24%) til heilbrigðismála. Samtals fara því 190 milljarðar af útgjöldum ríkisins á árinu 2013 til mennta- og heilbrigðismála eða 38% allra útgjalda ársins. Ríflega 2/3 útgjalda til þessara málaflokka eru laun og launatengd gjöld. 

Yfir í Fjörðum allt er hljótt ...

Við hjónin renndum yfir í Hvalvatnsfjörð í góða veðrinu í dag, litum eftir berjum og gengum um. Það hefur margt fallegt verið ort um Fjörður af skiljanlegum ástæðum. Fáir hafa þó lýst andstæðunum og lífsbaráttunni í Fjörðum betur en Látra-Björg:
Fagurt er í Fjörðum
þá frelsarinn gefur veðrið blítt,
hey er grænt í görðum,
grös og heilagfiskið nýtt.
En þá veturinn að þeim tekur sveigja
veit eg enga verri sveit
um veraldar reit. —
Menn og dýr þá deyja.

Leyndarmál forsætisráðherra

Formenn stjórnarflokkanna hafa sagt afnám gjaldeyrishafta vera eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar hægriflokkanna. Reyndar hefur formaður sjálfstæðsflokksins dregið eitthvað í land og lýst því yfir að gjaldeyrishöft verði líklega að vera til frambúðar” að einhverju leiti. Þeir hafa hinsvegar sagt ákveðið að áætlun um afnám haftanna verði lögð fram í september. Sú áætlun mun byggjast á hugmyndum forsætisráðherra, hugmyndum sem hann vill ekki segja hverjar eru og enginn veit hvað fela í sér.

Kristján Þór og heilbrigðiskerfið

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og einn varaformanna sjálfstæðisflokksins segist hugsi yfir stöðu heilbrigðiskerfisins. Hann segir að full ástæða sé til að taka mark á aðvörunarorðum starfsfólks í heilbrigðisgeiranum og hvað það hefur fram að færa og telur sjálfur vera mikla samstöðu með almennings um að heilbrigðiskerfið eigi að njóta forgangs við ráðstöfun á opinberum fjármunum.

Væntingavísitalan í frjálsu falli

Fylgi framsóknarflokksins virðist vera í frjálsu falli ef marka má skoðanakönnun Capasent frá því í gær. Það virðast sömuleiðis vera heldur veikar stoðir undir fylgi sjálfstæðisflokksins sem þó fékk sína næst verstu kosningu sl. vor. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur minnkað um 13% á síðustu vikum samkvæmt könnuninni. Þetta gerist þrátt fyrir (eða kannski vegna þess) að ríkisstjórnin í krafti meirihluta síns á Alþingi kom öllum sínum málum óbreyttum í gegnum sumarþingið auk þess sem stjórnarandstaðan gaf stjórninni mikið svigrúm til að koma málum sínum í farveg.

Þegjandi og hljóðalausir sjálfstæðismenn

Það var ekki hægt að misskilja Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar og einn af fjórum þingmönnum Dauðasveitar stjórnarflokkanna á RÚV í morgun: „Við framsóknarmenn höfum talað skýrt. Þjóðin hefur ekki efni á nýjum spítala í dag, það eru alveg hreinar línur."

Dýrkeypt mistök ráðherra framsóknar

Það verður ljósara með hverjum deginum sem líður hversu alvarleg mistök þeir Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerðu í fyrstu opinberu ferð þeirra til útlanda um miðjan júni sl. Ferð Sigurðar Inga var farin til að ræða við talsmenn ESB um makríldeiluna. Viðræðurnar voru fram að þeirri heimsókn í föstum skorðum og fátt sem benti til þess að upp úr þeim myndi slitna. Ferð Gunnars Braga var farin í þeim tilgangi að tilkynna um að viðræður Íslands að ESB yrðu stöðvaðar.

Mánudagsmæðan

Ég hef einhverra hluta vegna alltaf haft ákveðnar taugar til Húsavíkur. Bærinn hefur yfir sér ákveðinn sjarma, bæjarstæðið er fallegt, hafnarsvæðið sömuleiðis og svo virðist mannlífið vera gott og fólkið skemmtilegt. Ég er sem sagt frekar svag fyrir Húsavík og sæki hann heim ef tilefni er til. Ég hef t.d. notið þess að vera á Mærudögum undanfarin ár og haft gaman af. Ég hef því bæði orðið undrandi og sár að heyra fréttir af ofdrykkju og ofbeldi, fullum fangageymslum og líkamsárásum eftir þessa annars skemmtilegu daga eins og ég upplifi þá. Hvað veldur þessu? Hvers vegna er ofdrykkja, slagsmál og fullar fangageymslur fylgifiskur fjölskylduhátíða víða um land?

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS