Ég var að gramsa í geisladiskaóreiðunni minni á dögunum og fann þá disk sem ég vissi ekki að ég ætti. Og á kannski ekki. Á diskinum eru níu lög með ýmsum höfundum, Bubba Morthens, Björgvini Halldórs, Ragnheiði Gröndal, Mugison, Baggalúti, Sálinni hans Jóns míns, Jagúar, Jet Black Joe og Ampop. Diskurinn er gefinn út af Íslandsbanka í tilefni þess að bankinn tók upp nýtt nafn – Glitnir. Bjarni Ármannsson, þá forstjóri Glitnis, skrifar pistil á „coverið“ svohljóðandi: