Línan dregin

Samfélag þjóðanna virðist vera að ná samkomulagi um það hvernig ekki megi drepa fólk. Hingað til hafa þjóðarleiðtogar tekið því með stóískri ró að fólk sé skotið, hengt, skorið á háls, svelt og pyntað til dauða,  svívirt, því nauðgað og misþyrmt þar til yfir lýkur. En nú má ekki drepa fólk með eitri lengur eins og áður tíðkaðist að gera. Þar ætla þjóðirnar að draga línuna. Þetta er auðvitað mikið framfaraskref af hálfu hinna siðmenntuðu þjóða. Einhvers staðar verður að draga línuna. Um það hvernig megi drepa fólk.
Ekki satt?