Það á sem sagt að semja!

Ég hef ekki orðið var við að fréttastofur helstu fjölmiðla landsins hafi kveikt á stóru fréttinni í því að ríkisstjórnin hefur ráðið erlenda aðila til að annast samninga við kröfuhafa. Það gerði hins vegar bloggarinn Egill Helgason eins og sjá má í pistli hans frá því í gær.

Uppgjörið í sjálfstæðisflokknum hefur farið fram

Margir velta því nú fyrir sér á hvaða pólitísku leið Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, sé. Margt af því sem hann hefur sagt og gert að undanförnu virkar tvímælis svo ekki sé meira sagt og sumt er allt að því galið og nánast algjörlega óskiljanlegt. Dæmi um þetta eru fjölmargar yfirlýsingar hans um afnám gjaldeyrishaftanna, að því er virðist einbeittur vilji hans til að flokksvæða Seðlabankann aftur og nú síðast að fela pólitískum vinum sínum að skrifa söguna um Hrunið að nýju.

Karíus og Baktus í rannsóknarnefnd

Þann 26. nóvember 2008 fluttu formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi ásamt forseta þingsins frumvarp til laga um rannsókn á aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna og tengdra atburða. Frumvarpið varð að lögum undir lok þess sama árs. Tilgangurinn var augljós og engum datt þá í hug að skipa ætti rannsóknarnefnd sem hefði það að markmiði að skrifa söguna með pólitísk markmið stjórnvalda í huga. Málið var stærra en svo og mennirnir sömuleiðis.

Ekki einkamál Bjarna Benediktssonar

Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, vill selja vænan hlut ríkisins í Landsbankanum. Hann segist þó hvorki vera búinn að gera  upp við sig hve stór sá hlutur eigi að vera né hvernig að sölunni verði staðið.
Hann talar eins og um sölu á persónulegri eign sinni sé að ræða sem öðrum komi ekki við hvernig hann ráðstafar.
Málið er heldur flóknara en það.
Á síðasta degi þingsins fyrir jólin 2012 voru samþykkt lög um hvernig á að standa að sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Landsbanki Íslands er þar sérstaklega nefndur. Samkvæmt þeim lögum (sem enn eru í gildi) er heimilt að selja allt að 30% hlut í bankanum að nokkrum skilyrðum uppfylltum.

Sagan er ólygnust

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, veltir því fyrir sér á feisbúkksíðu sinni hvers vegna gagnrýni á tillögur stéttarfélaganna um nýtt húsnæðiskerfi komi aðallega innan úr bönkunum. Hann spyr hvort bankarnir óttist að dragi úr áhrifum þeirra á fjármálamarkaðinum eða hvort það sé vegna þess að vaxtastigið verði ekki lengur í þeirra höndum ef tillögur ASÍ og fleiri gangi eftir? Hver veit?
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Viðskiptablaðið að reynslan af opinberu húsnæðiskerfi sé svo slæm að það verði að leggja niður án tafar. Mikilvægast af öllu sé að Íbúðalánasjóður verði lagður niður sem fyrst.

Nafnlaus og örugg heimild

Ritstjóri morgunblaðins er sá hinn sami og stýrði Seðlabanka Íslands í þrot haustið 2008. Fall Seðlabankans er stærsti einstaki liður Hrunsins og kostar hvert einasta mannsbarn á landinu tæpa eina milljón króna. Sumt af gerðum bankastjórans fyrrverandi tengist stórkostlegum svikamálum sem dómstólar hafa til meðferðar í dag. Óbeinn kostnaður verður seint metinn og ekki fyrr en hann hefur verið greiddur að fullu eftir mörg ár.
Mannorð ritstjórans er svo illa leikið og laskað að hann treystir sér ekki sjálfur til að skrifa í blaðið undir eigin nafni, hvorki fréttir, greinar, leiðara né nokkuð annað. Hann er nafnlaus heimildarmaður. Hann er sá sem vitnað er til þegar morgunblaðið segist hafa „öruggar heimildir“.

Ragnheiður Elín óskiljanleg

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa hitt og rætt margsinnis við fulltrúa Costco sem hefur áhuga á að að opna risaverslun og bensínstöð á Íslandi og selja þar brennivín, lyf og ferskt kjöt sem kompaníið hyggst flytja sjálft inn. Ráðherrann hefur tekið fyrirtækinu vel og segir að hún og ríkisstjórnin séu „tilbúin til að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“  Svo vitnað sé orðrétt í ráðherrann.
Þetta er sem sagt allt mjög skýrt af hálfu ráðherrans.

Skýr svör

Bankaráð Seðlabanka Íslands fól Ríkisendurskoðun að gera úttekt á greiðslum bankans á málskostnaðarreikningi bankastjóra vegna málssóknar hans á hendur bankanum. Bankaráðið bað Ríkisendurskoðun að svara tveimur grundvallarspurningum um þetta mál. Annars vegar hvort rétt hefði verið staðið að ákvörðun um að greiða kostnað af málssókn bankastjórans og hins vegar hvort bankastjóri sjálfur hafi átt einhvern þátt í því máli.
Svör Ríkisendurskoðunar eru skýr.

Þingmenn kjördæmisins og ráðherrarugl

Satt best að segja hafði ég ekki hugmyndaflug til að ímynda mér að hugmyndin um að flytja meginstarfsemi Fiskistofu til Akureyrar hefði hvorki verið rædd eða samþykkt í ríkisstjórn né í þingflokkum stjórnarflokkanna áður en hún var tilkynnt opinberlega. Enn síður hvarflaði að mér að ráðherra myndi ekki kanna lagalegu hlið málsins, jafn auðvelt og það nú er. Líklega verður dæmalaus klaufagangur ráðherrans málinu að falli - nema þingið taki málið úr hans höndum.

Hann lýgur og lýgur og lýgur ...

Forsætisráðherra segist hafa fengið vinnulagið við styrkveitingar í arf frá síðustu ríkisstjórn. Það sé því ekki honum að kenna hvernig hann sjálfur sáldraði peningum út til vina sinna og vandamanna, heldur Jóhönnu Sigurðardóttur.
En eru einhver dæmi um þetta?
Úthlutaði Jóhanna einhvern tíma styrkjum til þeirra sem ekki báðu um þá?
Eru dæmi um að Jóhanna hafi sent fólki styrki með SMS skilaboðum?
Hvenær úthlutaði Jóhanna helmingi styrkja í sitt eigið kjördæmi?

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS