Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, veltir því fyrir sér á feisbúkksíðu sinni hvers vegna gagnrýni á tillögur stéttarfélaganna um nýtt húsnæðiskerfi komi aðallega innan úr bönkunum. Hann spyr hvort bankarnir óttist að dragi úr áhrifum þeirra á fjármálamarkaðinum eða hvort það sé vegna þess að vaxtastigið verði ekki lengur í þeirra höndum ef tillögur ASÍ og fleiri gangi eftir? Hver veit?
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Viðskiptablaðið að reynslan af opinberu húsnæðiskerfi sé svo slæm að það verði að leggja niður án tafar. Mikilvægast af öllu sé að Íbúðalánasjóður verði lagður niður sem fyrst.