Ótrúlega undrandi ráðherra

,,Það er í sjálfu sér ótrúlegt að okkur hafi haldist þannig á málum, að ríkið sitji uppi með á milli 100 og 200 milljarða ábyrgðir og tjón vegna Íbúðalánasjóðs sem hefur starfað í skjóli ríkisins.“
Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður sjálfstæðisflokksins, í viðtali við RÚV.
Það er svo sannarlega rétt hjá Bjarna. Það er ótrúlegt hvernig til tókst. Eitthvað er honum þó málið skylt enda fyrst og fremst um að ræða afleiðingu stórfelldra pólitískra mistaka sjálfstæðisflokksins sem sat samfellt í 18 ár í fjármálaráðuneytinu fyrir Hrun. Það var tímabilið sem menn gengu hreint til verks við að koma hugsjónum sínum í framkvæmd án þess að láta sig afleiðingarnar varða.

Höfum lítið lært

Flestum finnst betra en hitt að hafa úr nokkrum valkostum að velja eigi þeir við vanda að stríða. En ekki öllum. Langt því frá öllum.
Ísland er t.d. í miklum efnahagslegum vanda sem óvíst er hvort eða hvernig muni leysast. Það mætti því ætla að þeir sem stjórna landinu vilji stilla upp nokkrum valkostum til lausnar. En það er ekki þannig.

Ágætt innlegg frá Þorsteini Pálssyni

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, skrifar nokkuð athyglisverða grein um Seðlabanka Íslands í Fréttablaðið. Þorsteinn vill meina að með breytingunni sem gerð var á lögum um bankana í febrúar 2009 hafi sjálfstæði Seðlabankans „veikst um of“ eins og hann segir þar sem skipunartími bankastjóra hafi verið ákveðinn of skammur.

Niðurstaða nefndarinnar er hneyksli

Breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands í ársbyrjun 2009 höfðu það fyrst og síðast að markmiði að reisa bankann frá þroti og skapa honum skilyrði til að vinna nauðsynlegt traust á honum og þar með á efnahag landsins í kjölfar Hrunsins. Með breytingunni var í fyrsta skipti gerð lagaleg krafa um hæfi bankastjóra. Bankastjórum var fækkað úr þremur í einn og sérstök peningastefnunefnd var sett á laggirnar sem hafði það meginhlutverk að ákvarða vexti í landinu. Í stórum dráttum var markmið laganna að gera Seðlabankann að faglegri, sjálfstæðri stofnun, óháða pólitískum duttlungum stjórnvalda hverju sinni.

Öðruvísi mér áður brá

Í dag birtust í fjölmiðlum tvær fréttir sem hljóta að teljast til tíðinda.
Í fyrsta lagi var um að ræða yfirlýsingu frá upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins um að forsætisráðherrann hefði byggt tiltekin ummæli sín á staðreyndum.
Í öðru lagi var sagt frá því að forseti lýðveldisins vilji ekki tjá sig um sjálfan sig.
Öðruvísi mér áður brá.

Ungur ósannindamaður

Þessi ungi þingmaður hefur af mörgum verið talinn einn efnilegasti slíkra innan raða sjálfstæðisflokksins. Hann vakti strax athygli á fyrstu dögum sínum á Alþingi með ræðu um rafbyssur og þótti þá strax sýna að hann væri til alls vís í nýja starfinu. Síðan fór reyndar lítið fyrir honum enda sjálfsagt í nógu að stússast, þar til fyrir nokkrum dögum er hann lýsti því yfir að hann hygðist taka upp og fylgja til enda gömlu baráttumáli sjálfstæðismanna um sölu á brennivíni í matvöruverslunum.

Tryggvi sækir um

Sagt er frá því í norðlenskum miðlum að Tryggvi Gunnarsson sé meðal umsækjenda um stöðu sveitastjóra Eyjafjarðarsveitar.
gefnu tilefni er rétt að vekja athygli lesenda morgunblaðsins á því að þetta er ekki tryg49@hotmail.com

Þannig þjóð erum við.

Þegar ég segi við á ég við meirihluta þjóðarinnar.
Íslendingar eru verðtryggingarþjóð, þ.e. við viljum verðtryggingu í einni eða annarri mynd. Ef hún hentar okkur hverju sinni.
Við viljum t.d. að laun og kjör haldi í við verðlag. Við viljum að kaupmáttur launanna sé tryggður fyrir verðlagi þ.e. verðtryggður. Við viljum að okkur sé bætt upp tapið ef hallar á okkur, t.d. ef lánin okkar hækka umfram laun og kaupmátt. Við köllum það reyndar leiðréttingu þó inntakið eigi að vera það sama. Kannski má orða þetta þannig að við viljum frekar búa við stöðugleika en óstöðugleika.

Þvílíkt væl!

Tónlist, stjórnmál, veiði, íþróttir. Þetta hafa verið helstu áhugamál mín í lífinu. Nokkurn veginn í þessari röð, þó ekki alltaf. Fór eftir árstíma og æviskeiði. Ég hóf að fylgjast með stjórnmálum sem barn, fannst þau alltaf spennandi og hafði gaman af þeim. Byrjaði að sækja pólitíska fundi þingmanna áður en ég komst á unglingsárin. Man eftir að hafa verið vísað af fundi framsóknarmanna í Ólafsfirði vegna ungs aldurs og meinaður aðgangur að fundi sjálfstæðismanna af sömu sökum. Aðrir tóku manni betur.

Davíð Oddsson biðst næstum því afsökunar

Morgunblaðið biðst afsökunar á Reykjavíkurbréfi ritstjórans. Það eitt og sér hlýtur að teljast vera frétt. Reykjavíkurbréf moggans er ekki bara eins og hver annar bréfstúfur, heldur flaggskip blaðsins, kjölfesta þess, rá og reiði í senn. Mér vitanlega hefur blaðið aldrei beðist afsökunar á þessum bréfum sínum.
Reykjavíkurbréfið er nú sem endranær skrifað af ritstjóra blaðsins. Hann er fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra og fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Íslands. Hann er mikið fyrrverandi.
En það er ekki ritstjórinn sem biðst afsökunar á Reykjavíkurbréfinu. Það er mogginn sem gerir það. Fyrirtækið sjálft. Eigendur og starfsfólk moggans þá væntanlega. 

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS