Nú er ég loksins tilbúinn - held ég.

Á sínum tíma voru allir drengir í Ólafsfirði skráðir í karladeild Slysavarnafélagsins í þorpinu. Grímur hét gjaldkeri félagsins, naskur karl og næmur á fólk. Hann sá líka um innskráningu nýrra félaga, þ.á.m. ungra drengja. Það var ekki öllum ljóst hvaða viðmið eða skilyrði Grímur notaði við skráningu en gárungarnir sögðu að hann miðaði við að við værum orðnir kynþroska. Ég man það enn eins og gerst hefði í gær þegar Grímur kom heim til að rukka í fyrsta sinn árgjaldið í félaginu vegna mín. Mamma borgaði og Grímur og pabbi spjölluðu svo smá stund í dyragættinni og lá vel á þeim.
Ení vei.

Hálf saga af skuldauppgjöri Björgólfs Thors

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur tilkynnt um að hann sé búinn að gera upp við lánardrottna sína og allir hafi gengið sáttir frá borði eftir að hafa samið um uppgjörið. Niðurstaðan er sú í stórum dráttum að Björgólfur fékk svigrúm til að hámarka virði eigna sinna, lánadrottnar fengu höfuðstól lána sinna greiddan og Björgólfur er aftur orðinn langríkasti Íslendingurinn. Sem er ágætt mál.
En skiptirþetta íslensku þjóðina einhverju máli? Stutta svarið er: Nei, það gerir það ekki.  Hér er fyrst og fremst um að ræða persónulegt uppgjör Björgólfs að ræða og snertir hann sjálfan og lánardrottna hans.

Dulið atvinnuleysi???

Í kjölfar Hrunsins jókst atvinnuleysi mikið á Íslandi. Aðilar vinnumarkaðarins og fleiri reyndar voru þá svo svartsýnir á framtíðina að þeir spáðu að við myndum slá heimsmet í atvinnuleysi. Það gerðist ekki sem betur fer.
Vinstristjórnin greip til margs konar aðgerða til að sporna við atvinnuleysi og létta þeim lífið sem misstu vinnuna. Eitt af því var að opna fleiri og nýjar leiðir fyrir ungt fólk til náms og var að stærstum hluta samstarfsverkefni ríkisins, atvinnulífsins og skólanna. Þetta tókst afar vel. Mikill fjöldi fólks, sem annars hefði jafnvel orðið atvinnulaus, kaus að fara í nám á ýmsum stigum og margir sem áður höfðu fallið frá námi tóku upp þráðinn að nýju.

Ótrúverðug Hanna Birna

Ein af niðurstöðum RNA um Hrunið var að verulega hafi skort á alla formfestu í opinberri stjórnsýslu í aðdraganda Hrunsins, m.a. voru ekki haldnar fundargerðir sem gerði það að verkum að erfitt var að greina hvernig og hverjir tóku ákvarðanir um ýmis mál.

"Þetta er ógeðslegt þjóðfélag."

„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Skýrsla RNA 2010.

Með góðu eða illu

Formaður framsóknarflokksins og forsætisráðherra er í útlöndum og ekki í talsambandi við Ísland. Aðstoðarmaður hans segist hafa tekið af honum símann svo að hann þyrfti hvorki fylgjast með eða tjá sig um erfið mál í heimalandinu.
Formaður sjálfstæðisflokksins neitar að tjá sig um stöðu varaformanns flokksins og innanríkisráðherra sem hefur verið uppvís að því að reyna að hafa áhrif á rannsókn sakamáls gegn sér og ráðuneyti sínu.
Innanríkisráðherrann neitar að tjá sig um málið. Sendir bara frá sér torræð skilaboð í tölvupósti.

Of dýru verði keypt

Það skiptir í sjálfu sér ekki öllu máli hvort lögreglustjórinn í Reykjavík hafi hrakist úr starfi vegna afskipta innanríkisráðherra af lögreglurannsókn. Aðalatriðið er að ráðherrann reyndi í krafti stöðu sinnar að hafa áhrif á rannsókn sakamáls. Með því hefur ráðherrann grafið undan trúverðugleika lögreglunnar í landinu og sett allt hennar starf í uppnám. Er þetta í eina skiptið sem ráðherrann hefur gert þetta? Eru fleiri dæmi, jafnvel frá öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar?

Lítil tillaga um stórt mál

Ísland er aðili að þingmannasamtökum ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu ásamt nærri 60 öðrum löndum. Markmið ÖSE er að stuðla að friði, öryggi og samvinnu aðildarlandanna og standa vörð um virðingu fyrir mannréttindum. Á ársfundi samtakanna sumarið 2012 flutti meirihluti sendinefndar Íslands tillögu um að Palestína fengi þátttökurétt á þingi ÖSE eins og fleiri þjóðir við Miðjarðarhaf, t.d. Ísrael. Tillagan vakti mikla athygli og umræðu á þinginu bæði á fundinum sjálfum en ekki síður utan hans. Það var í senn bæði ótrúlegt og óhugnanlegt að fylgjast með atgangi fulltrúa Bandaríkjanna við að safna liði til að fella tillöguna. Sem þeim tókst auðvitað.

Eins og maðurinn sagði

Þessi frétt á sér nokkrar hliðar.
Dæmi:
Í fyrsta lagi bendir þetta til að efnameira fólk hafi efnast talsvert umfram aðra á síðasta ári og greiðir því skatta í samræmi við það.
Í öðru lagi vitnar þetta um að þær breytingar sem gerðar voru á skattkerfinu á síðasta kjörtímabili hafi heppnast vel. Þær miðuðu að því að sækja meiri skatttekjur til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Það hefur gengið eftir.
Í þriðja lagi þá sjáum við nú vel hverjir það eru sem ríkisstjórnin ætlar að lækka skatta hjá. Það er einmitt þessi hópur. Þeir tekjuhæstu og þeir eignamestu.
Eins og maðurinn sagði.

Project Bjarni

Frá því að ríkisstjórn hægriflokkanna tók við völdum í sumarbyrjun 2013 hefur hún á nokkurra vikna fresti sent frá sér nokkuð sverar yfirlýsingar um afnám gjaldeyrishaftanna. Ævinlega er látið líta svo út að um tímamót sé að ræða og nú sé komið að því að aflétta höftunum. Enn hefur þó nákvæmlega ekkert gerst í þessa veru og enn er unnið eftir áætlun um afnám haftanna frá því í mars 2011. Um þetta hef ég skrifað áður, t.d. hér

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS