Brynjar Níelsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, virðist ekki átta sig á kjarna málsins. Það skiptir ekki öllu máli hver lak gögnum úr ráðuneyti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Það sem skiptir máli er að Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra og varaformaður sjálfstæðisflokksins, fól lögmönnum ráðuneytis síns að útbúa minnisblað í þeim tilgangi að sverta mannorð fólks, eins og segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem Hæstiréttur Íslands staðfesti sl. föstudag.