Megavika á Íslandi!

Ríkisstjórnarflokkarnir eru í þann veginn að slá heimsmet í bjánaskap. Brátt stendur tæplega helmingi íslenskra heimila til boða að sækja um framlög í ríkissjóð upp á milljónir króna hvert. Þeir fá svo auðvitað mest sem mest eiga fyrir eins og venjulega þegar þessir tveir flokkar eiga í hlut. Það besta er svo að þetta er allt ókeypis! Það borgar enginn, a.m.k. strax. Snilldin felst í því að lengja í skuldunum og láta svo börnin okkar og barnabörn borga!
Nú þegar er hægt að sækja um skulda-app í símum 515-17000 og 540-4300.
Tær snilld!

Nýr Icesave-samningur

Nýr samningur um Icesave-skuldina er sagður afar mikilvægt skref í átt að afnámi gjaldeyrishaftanna. Ef ég man rétt er þetta í fimmta sinn sem gert er samkomulag um þetta mál frá árinu 2008.

Þægileg innivinna?

Síðustu fjögur árin eftir Hrun voru skiljanlega afar annasöm á Alþingi og hjá þingmönnum. Þingið starfaði meira og minna alla mánuði ársins og þingmenn áttu ekki marga frídaga, skiljanlega, enda verkefnin ærin.
Nú er öldin önnur.
Alþingi starfaði ekki í nærri 5 mánuði á árinu 2013 og nú leggja þingmenn mikla áherslu á að komast í frí í næstu viku og mæta ekki aftur fyrr en í haust. Til að svo geti orðið virðist þegar hafa náðst einhvers konar samkomulag um að ríkisstjórnin nái öllum sínum helstu málum óbreyttum í gegn í næstu viku að undanskildu ESB-málinu sem bíður næsta þings. Það stefnir því allt í að Alþingi verði ekki starfandi í fjóra mánuði á yfirstandandi ári. Ástæðan er sögð sú að þingið eigi ekki að skyggja á sveitarstjórnarkosningarnar, sem er nú frekar afsökun en ástæða.
Þetta er með öllu óásættanlegt í lýðræðissamfélagi.

Kosningasvik

Það er allt rétt sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifar um stóru millifærsluna í morgun. Þetta er galið mál frá öllum hliðum séð.
Í minnisblaði frá ráðuneyti Bjarna Benediktssonar, formanns sjálfstæðisflokksins, kemur eftirfarandi fram:

Fátt betra en góð skonsa

Það er fátt, ef nokkuð, sem jafnast á við nýbakaðar skonsur með morgunkaffinu, sérstaklega á fimmtudögum. Það  væri þá einna helst góð skyrterta en þá erum við líka að tala um síðdegiskaffi eða jafnvel kvöldhressingu, sem er allt annað mál.

Óhugnanleg skoðanakúgun stjórnvalda

Það er ekki aðeins óásættanlegt heldur beinlínis óhugnanlegt að stjórnmálamenn skuli liggja yfir undirskriftarlistum með því hugarfari sem forystumaður framsóknarflokksins gerir. Í því felst skoðanakúgun og hótanir af hálfu stjórnvalda til þeirra sem vilja nýta lýðræðislegan rétt sinn til að láta skoðanir sínar í ljós og reyna þannig að hafa áhrif á líf sitt og umhverfi.
Það er afar líklegt að nöfn þeirra sem skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda vegna ESB málsins séu nú þegar varðveitt í skjalageymslum framsóknarflokksins til síðari tíma nota. Því er nú kallað eftir nöfnum hinna sem ekki vildu koma fram undir nafni til að fullkomna verkið.

Sjálfstæðisflokkurinn riðar til falls

Sjálfstæðisflokkurinn er í meiri vandræðum en nokkru sinni fyrr í sögu flokksins. Það hefur áður gerst að þingmenn flokksins hafi klofið sig frá flokknum og boðið fram til þings í eigin nafni eða flokks sem hefur verið stofnaður um persónur þeirra. Allt hefur þetta verið skammlíft og runnið til baka heim til Valhallar án þess að setja mark sitt á íslenska stjórnmálasögu.

Brynjar í aukaatriðum

Brynjar Níelsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, virðist ekki átta sig á kjarna málsins. Það skiptir ekki öllu máli hver lak gögnum úr ráðuneyti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Það sem skiptir máli er að Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra og varaformaður sjálfstæðisflokksins, fól lögmönnum ráðuneytis síns að útbúa minnisblað í þeim tilgangi að sverta mannorð fólks, eins og segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem Hæstiréttur Íslands staðfesti sl. föstudag.

Ömurleg stjórnmál

Vorið 2013 samþykkti Alþingi lög um byggingu nýs Landspítala sem byggðu á fyrri ákvörðunum Alþingis frá árinu 2010. Lögin voru samþykkt með 35 atkvæðum gegn þrem. Einn af þeim sem samþykktu lögin var Kristján Þór Júlíusson, þingmaður sjálfstæðisflokksins. Kristján Þór varð stuttu síðar heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sú ríkisstjórn ákvað að hætta við byggingu spítalans.

Gunnar Bragi í ruglinu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV að ef finnst leið til að hlusta á kjósendur (!) þá verði það kannski gert en ríkisstjórnin muni samt ekkert gera með það.
Hverskonar rugl er nú þetta?
„En ég hef alltaf sagt að ef að það er hægt að finna leið til þess að hlusta á þá sem hafa skrifað undir listann eða þá sem hafa tjáð sig um þetta mál, um leið að ná einhvern vegin fram markmiðum stjórnvalda, þá er ég ekkert að útiloka einhverjar breytingar á málum.“
„Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef að það er hægt að ná einhverri lendingu sem að gerir það samt að verkum að ríkisstjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu.“

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS