Nafnlaus og örugg heimild

Ritstjóri morgunblaðins er sá hinn sami og stýrði Seðlabanka Íslands í þrot haustið 2008. Fall Seðlabankans er stærsti einstaki liður Hrunsins og kostar hvert einasta mannsbarn á landinu tæpa eina milljón króna. Sumt af gerðum bankastjórans fyrrverandi tengist stórkostlegum svikamálum sem dómstólar hafa til meðferðar í dag. Óbeinn kostnaður verður seint metinn og ekki fyrr en hann hefur verið greiddur að fullu eftir mörg ár.
Mannorð ritstjórans er svo illa leikið og laskað að hann treystir sér ekki sjálfur til að skrifa í blaðið undir eigin nafni, hvorki fréttir, greinar, leiðara né nokkuð annað. Hann er nafnlaus heimildarmaður. Hann er sá sem vitnað er til þegar morgunblaðið segist hafa „öruggar heimildir“.
Jafnvel vandaðir og almennt traustir fjölmiðlar falla stundum í þá gryfju að gera frétt byggða á nafnlausum og öruggum heimildum morgunblaðsins.
Það finnst mér skrýtið.