Heróp íslenskra rasista

Samkvæmt mælingum hefur framsóknarflokkurinn verið langt frá því að fá mann kjörinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Þrír vænir flokksmenn hafa verið mátaðir í forystusætið án árangurs. Því er nú róið á ný mið eftir atkvæðum. Bara einhverjum atkvæðum. Ef framsóknarflokkurinn fær mann kjörinn í borgarstjórn verður það á atkvæðum hægri öfgamanna. Flokksforystan virðist ætla að þegja það af sér að mestu. Þeim er nokkuð sama um gæði atkvæðanna. Formaður flokksins ætlar að bíða og sjá til hvort rasistar skili ekki flokknum manni í borgarstjórn áður en hann tjáir sig um ömurðina.

Alltaf á móti góðum málum

Góðærið skilaði heilbrigðiskerfinu meira eða minna í molum inn í Hrunið. Það var ekki vegna kreppu eða hallæris heldur vegna þess að ríkisstjórnirnar frá árinu 1991-2008 vildu ekki setja peninga í heilbrigðiskerfið. Var þó nóg til af þeim að sögn. Landspítalinn kom gjaldþrota út úr góðærinu, heilsugæslan var rústir einar og mikill skortur var á hjúkrunarrýmum um land allt.

Andlegir eftirbátar

Fyrir viku eyddi formaður framsóknarflokksins heilu sunnudagseftirmiðdegi í að ræða um skipulagsmál í Reykjavík og fór létt með það. Síðan skrifaði hann óumbeðinn langa lofrullu um sjálfan sig í Morgunblaðið. Hann fór líka létt með það, enda tamt að ljúga.
En hann getur ekki svarað því hvort hann sé rasisti eins og leiðtogi flokksins í Reykjavík. Enginn úr forystusveit flokksins, ráðherrar eða þingmenn geta gert það upp við sig hvort flokkurinn er mannvinsamlegur. En þau láta drýgindalega yfir vinskap sínum og flokksins við malbikið í Vatnsmýrinni og það á ýmsum tungumálum.

Engin afsökun!

Flest fólk byggir afstöðu sína til einstakra mála á gögnum og upplýsingum. Lífssýn þess er reist á rökum og það er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að vinna þeirra sýn fylgis, t.d. í kosningum.
Aðrir láta sérhagsmuni ráða för og hafa enga sérstaka sýn á lífið aðra en þá að skara eld að sinni köku.
Þó er það orðið svo einfalt að afla sér gagna og móta sér skoðanir með haldgóðum upplýsingum að það er engin afsökun að gera það ekki. Frambjóðendur leggja oft mikið á sig til að koma stefnumálum sínum á framfæri og auðvelda þannig kjósendum valið á kjördag. Þeir sem vilja t.d. kynna sér stefnumál Vinstri grænna víðs vegar um landið ættu að eiga auðvelt með það, t.d. með því að smella á tengilinn hér að neðan.
Vinstri græn um land allt!

Nubo hér og Nubo þar ...

Hver man ekki eftir Huang Nubo, skáldinu og dýravininum sem vildi kaupa hluta af Íslandi undir golfvöll og hótel? Það hefur farið heldur lítið fyrir honum hér á landi að undanförnu enda hefur hann verið önnum kafinn við að efla menningar- og listalíf hjá frændum okkar í Noregi, rétt eins og hann var svo duglegur að gera á Íslandi. Svo hefur hann víst uppi áform um að byggja hótel og gera golfvöll á Svalbarða – ef hann fær að eignast hann.
Það er alltaf nóg að gera hjá mönnum eins og félaga Nubo.
Nuboarnir vilja líka allt fyrir alla gera ef allir gera allt fyrir þá.
Þeir eru framsóknarmenn heimsins.

Hvernig framtíð væri það?

Þrátt fyrir að enn séu tíu dagar til kosninga eru viðræður hafnar um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Björt framtíð hefur átt frumkvæði að þeim samtölum við sjálfstæðisflokkinn, byggðum á ímynduðum kosningaúrslitum. Svipaðar hugmyndir munu vera í gangi víðar af hálfu þessarar framtíðar, m.a. á Akureyri eftir því sem heyrst hefur. Svo mikið liggur þessum nýja stjórnmálaflokki á að komast til valda að hann lætur sig hvorki varða um æru sína né sóma og virðist tilbúinn til að blanda pólitísku geði við hvern sem er í þeim tilgangi. Meira að segja sjálfstæðisflokkinn. Það væri merkilegt ef fyrstu skref Bjartrar framtíðar væru að draga sjálfstæðisflokkinn til valda þar sem því verður við komið í sveitarfélögum landsins - fyrir kosningar!

Hvernig framtíð væri það?

 

 

Pólitískir brjálæðingar

Fyrir rúmum áratug seldu ýmist eða gáfu núverandi ríkisstjórnarflokkar allar helstu eigur íslensku þjóðarinnar. Það var gert í þeim tilgangi að ná í peninga til að byggja sjúkrahús og styrkja innviði samfélagsins. Ekkert af því var þó gert. Peningunum, það sem á annað borð fékst greitt, var sóað út í loftið. Þó var unnið eftir sérstakri einkavæðingaráætlun þessara flokka. Þegar upp var staðið kom í ljós að hún snerist að öllu leyti um að ráðstafa eigum ríkisins til vildarvina flokkanna. Sumir fengu nóg en sögðu ekki frá fyrr en síðar.

Hverjum er ekki sama?

Það eru nokkrir þættir öðrum fremur sem ógna mjög íslensku efnahagslífi. Fyrst er til að nefna gjaldeyrishöftin, afleiðingu þeirra og hvernig og þá hvenær losað verður um þau. Um það mál virðist ríkja einhver glundroði og óstjórn af hálfu stjórnvalda. Þar næst er svo óvissa sem stjórnvöld sjálf hafa skapað með aðgerðum sínum í efnahagsmálum. Þar ber hæst stóru millifærsluna, óljós áform um afnám verðtryggingar og óskýra framtíðarsýn í stærstu málum.

Dagur íslensku bankanna!

Stóra millifærslan virkar þannig að áður en kemur að því að lækka höfuðstól lána, eru vanskil, vextir, biðreikningar og fleira hreinsað upp og greitt upp í topp. Sumt af þessu höfðu fjármálafyrirtækin þegar samþykkt að afskrifa og jafnframt reiknað með að verða að fella annað niður. En þá ákvað Alþingi að millifæra úr ríkissjóði nokkra tugi milljarða beint inn á reikninga fjármálafyrirtækjanna sem þau áttu fæst von á að fá.
Það er því ekki óvitlaust að 16. maí, dagurinn sem millifærslan var lögfest, verði héðan í frá „Dagur íslensku bankanna“.

Ólíku saman að jafna

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði nýtur virðingar fyrir störf sín þvert á flokka. Hún hefur áunnið sér traust og virðingu sem bæjarstjóri og pólitískir andstæðingar hennar virðast ekki heldur hafa neitt yfir henni að kvarta svo heitið getur, a.m.k. ekki opinberlega. Samt lítur það þannig út að hún eigi á brattann að sækja í aðdraganda kosninga.
Því er hins vegar öfugt farið varðandi bæjarstjórann í Reykjanesbæ, 35 kílómetrum vestur frá Hafnarfirði. Hann er af flestum talinn vera einn versti bæjarstjóri sem sögur fara af á Íslandi. Undir hans stjórn hefur Reykjanesbæ hnignað og þar er félagsleg staða fólks einna verst á landinu öllu. Í bæjarstjóratíð hans hefur bæjarfélagið glutrað niður svo til öllum eigum sínum, er stórskuldugt og undir stöðugu eftirliti vegna fjárhagsstöðu sinnar. Þó virðist meirihluti bæjarbúa vilja hafa hann áfram ef marka má kannanir.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS