Óeðlilegt ástand

Þessi litla og sakleysislega frétt um hækkun á fasteignamati er kannski stærri og meiri en halda má í fyrstu.
Skoðum það aðeins betur.
Fasteignamat á að endurspegla söluverð fasteigna miðað við staðgreiðslu. Samkvæmt því hækkaði fasteignaverð í Reykjavík um 4,3% í fyrra og mun hækka tvöfalt og jafnvel þrefalt það á þessu ári. Mest er hækkunin í miðbænum og vesturbænum.
Í fyrsta lagi er 14% hækkun á verði fasteigna milli ára hvorki til merkis um eðlilega þróun fasteignaverðs né efnahagslegan stöðugleika. Þetta er því bóla sem og skýrt vitni um óeðlilegt ástand sem ber að óttast af fyrri reynslu.

Einfalt og auðskilið

Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, vill einfalda tekjuskattskerfið. En hvað er svona flókið við það? Hvað er það sem Bjarni skilur ekki? Tekjuskattskerfið er bæði einfalt og auðskilið öllu venjulegu fólki.
Af fyrstu 290.000 kr. (á mánuði) er greiddur 22,9% skattur.
Af næstu 494.700 kr. umfram það er greiddur 25,3% skattur.
Af tekjum umfram 704.400 kr. er greiddur 31,8% tekjuskattur.
Er þetta ekki frekar einfalt? Það sýnist mér. Ef einhverjum finnst það ekki má víða nálgast lesefni um skattkerfið, t.d. hér.
En auðvitað veit Bjarni þetta.

Din hund, din hundelort!

Það er líklega rétt hjá Ólafi Þ. Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins, að upphaf hatursorðræðunnar í garð múslima varð ekki til innan framsóknarflokksins. Sú umræða var fyrir víða í samfélaginu og hjá skipulögðum haturshópum án þess þó að komast upp á yfirborðið. En það var framsóknarflokkurinn sem veitti umræðunni farveg og bauð hatursfólkinu upp á vettvang fyrir boðskap sinn. Það gerði hann í skiptum fyrir atkvæði þessa fólks. Forysta flokksins tók það gott og gilt.

Ég á mér martröð

Ég á mér þann draum að í framtíðinni verði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð.“
Þetta sagði Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra og formaður framsóknarflokksins, á viðskiptaþingi í ársbyrjun 2005.
Geir H Haarde, þáverandi formaður sjálfstæðisflokksins og arftaki Halldórs sem forsætisráðherra, sagði síðar að af hans hálfu hefðu mörg skref verið tekin í áttina að því að uppfylla draum Halldórs. Helst var þar til að dreifa lækkun skatta á fjármagn og fyrirtæki, skattafrádrag vegna hlutabréfakaupa og lagabreytingar til að einfalda regluverkið og skrifræði. Einfaldara Ísland, hét það víst.

Þeir ættu að skammast sín!

Nú vonast ég til þess að einhver góðhjartaður maður geti útskýrt það hvernig boð í laxveiði getur verið opinber embættisskylda ráðherra. Hvernig dettur mönnum í hug að halda slíku fram? Hvernig gagnast boðsferðin þjóðinni? Er hún líkleg til að auka hagsæld, draga úr verðbólgu, tryggja efnahagslegan stöðugleika, auka traust á stjórnmálamönnum, sætta þjóðina við sitt hlutskipti, draga úr atvinnuleysi, efla samskipti Íslands við aðrar þjóðir, afnema gjaldeyrishöftin, liðka fyrir samningum við kröfuhafa í þrotabú Hrunsins eða draga úr halla á viðskiptajöfnuði – svo fáein dæmi séu nefnd? 

Er þeim sjálfrátt?

Ég er veiðimaður, þ.e. mér hefur alltaf fundist gaman að veiða fisk á stöng. Ég veiði hins vegar sjaldnast mikið og magnið skiptir mig minna máli síðari árin. Ég hef í nokkur skipti séð hvernig þeir veiða sem eingöngu mæta á árbakkann til að sýna veraldlegan auð sinn. Þar fóru bankamenn fremstir meðal jafningja fyrir Hrun ásamt stórkörlum úr byggingar- og verktakabransanum. Og svo auðvitað fleiri. Einn og einn stjórnmálamaður slæddist einnig með, oft í boði vina sinna. Leigutakar keyrðu upp verðið á veiðileyfunum sem var auðvelt á þessum tíma þegar peningar flæddu úr vösum þessa fólks. Samanlagt komu leyfissalar og ríku plebbarnir óorði á stangveiðina.

Er framsóknarflokkurinn stjórntækur?

Það er fullkomlega eðlilegt að nýkjörnir borgarfulltrúar velti því fyrir sér hvort framsóknarflokkurinn sé stjórntækur. Þó það nú væri. Flokkurinn og forysta hans verðskuldar slíkar vangaveltur eftir framgöngu sína í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna. Formaður flokksins og ráðherrar hans komu sér öll undan því að svara um afstöðu sína til mismununar eftir trúarbrögðum sem var þó aðalmál flokksins í kosningabaráttunni. Ekkert þeirra kom fram opinberlega í þeim tilgangi að segja af eða á um stefnu flokksins hvað þetta varðar. Feisbúkk-færslur teljast ekki með þegar ráðherrar eiga í hlut.

Fokking ótrúlegt!

Þannig hljómaði sms sending formanns sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórans í Vestmannaeyjum eftir kosningasigur sjálfstæðismanna þar. Víst er það fokking ótrúlegt að flokkur fái nær ¾ atkvæða í kosningum eins og gerðist í Eyjum.
Hitt finnst mér eiginlega fokkaðra að formaður sjálfstæðisflokksins skuli sitja í ríkisstjórn undir forystu framsóknarflokksins eftir það sem á undan er gengið. Formaður sjálfstæðisflokksins lætur sig hafa það að þegja við hliðina á vini sínum í framsókn og  hvorki hefur komið frá honum hósti né stuna um þá stefnu sem samstarfsflokkurinn hefur tekið upp til að mismuna fólki eftir trúabrögðum og ala á ótta og fordómum.
Það er eiginlega of fokking ótrúlegt til að vera satt.

Sigur heimskunnar

Það á að kjósa á laugardaginn. Er mér sagt. Ég get engan veginn gert mér grein fyrir því um hvað verður kosið. Þó hef ég lagt talsvert á mig til að fylgjast með og kynna mér áherslur flokka og framboða.
Vinstri græn leggja mesta áherslu á að bæta kjör barnafólks og kjör lægstlaunuðu starfsmanna sveitarfélaganna. Flokkurinn hefur lagt fram trúverðuga stefnu um þau mál sem hefur fengið litla gagnrýni á sig. Frambjóðendur flokksins hafa boðið upp á málefnalega rökræðu um stefnumál sín og ævinlega komið vel út úr því. Samt lítur  út fyrir að fólki sé nokkuð sama og muni láta önnur mál ráða atkvæðu sínu.

Tryggvi Þór - án málalenginga

Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður sjálfstæðisflokksins, er verkefnastjóri, reiknimeistari og talsmaður ríkisstjórnarinnar um stóru millifærsluna. Hann hvetur þá sem geta til að leggja séreignasparnað sinn í að greiða niður húsnæðisskuldir og hefur reiknað út að þannig geti fólk fengið allt að 40% ávöxtun á peningana sína. Slík ávöxtun þekkist hvergi í hinum vestræna heimi, a.m.k. ekki í löglegri starfsemi og því vonlegt að margir hyggist fara að ráðum Tryggva.
EN.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS