Nú vonast ég til þess að einhver góðhjartaður maður geti útskýrt það hvernig boð í laxveiði getur verið opinber embættisskylda ráðherra. Hvernig dettur mönnum í hug að halda slíku fram? Hvernig gagnast boðsferðin þjóðinni? Er hún líkleg til að auka hagsæld, draga úr verðbólgu, tryggja efnahagslegan stöðugleika, auka traust á stjórnmálamönnum, sætta þjóðina við sitt hlutskipti, draga úr atvinnuleysi, efla samskipti Íslands við aðrar þjóðir, afnema gjaldeyrishöftin, liðka fyrir samningum við kröfuhafa í þrotabú Hrunsins eða draga úr halla á viðskiptajöfnuði – svo fáein dæmi séu nefnd?